Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 49 bls. 118-bls. 119 gr. 2
  • Vondri drottningu er refsað

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vondri drottningu er refsað
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Vonda drottningin Jesebel
    Biblíusögubókin mín
  • Jehú berst í þágu sannrar tilbeiðslu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Núna er tíminn til að ganga einbeitt til verks
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Hefur þú sömu tilfinningu og Jehóva fyrir réttlæti?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 49 bls. 118-bls. 119 gr. 2
Þjónar Jesebelar kasta henni út um glugga.

SAGA 49

Vondri drottningu er refsað

Akab konungur gat séð víngarð út um gluggann á höllinni sinni í Jesreel. Maður sem hét Nabót átti víngarðinn. Akab langaði að eignast þennan víngarð og hann reyndi að kaupa hann af Nabót. En Nabót vildi ekki selja hann af því að í lögum Jehóva sagði að maður mætti ekki selja land sem maður væri búinn að fá í arf. Bar Akab virðingu fyrir því að Nabót vildi gera það sem var rétt? Nei. Hann var mjög reiður. Hann fór í svo mikla fýlu að hann lokaði sig inni í herberginu sínu og vildi ekki borða.

Konan hans Akabs, vonda drottningin Jesebel, sagði við hann: ‚Þú ert konungur Ísraels. Þú getur fengið hvað sem þú vilt. Ég skal ná landinu fyrir þig.‘ Hún skrifaði öldungum borgarinnar bréf. Hún sagði þeim að láta saka Nabót um að hafa talað illa um Guð og svo áttu þeir að grýta hann til dauða. Öldungarnir gerðu eins og Jesebel sagði þeim. Síðan sagði hún við Akab: ‚Nabót er dauður. Núna átt þú víngarðinn.‘

Nabót var ekki eini saklausi maðurinn sem Jesebel drap. Hún drap marga sem elskuðu Jehóva. Hún tilbað skurðgoð og gerði margt annað slæmt. Jehóva sá allt það slæma sem Jesebel gerði. Hvað gerði hann við hana?

Að lokum dó Akab og seinna varð Jóram sonur hans konungur. Jehóva sendi mann sem hét Jehú til að refsa Jesebel og fjölskyldu hennar.

Jehú ók á stríðsvagninum sínum til Jesreel, þangað sem Jesebel átti heima. Jóram kom á vagni á móti Jehú og spurði hann: ‚Er friður á milli okkar?‘ Jehú svaraði: ‚Það verður enginn friður á meðan Jesebel mamma þín gerir það sem er slæmt.‘ Jóram reyndi að snúa vagninum sínum við og komast í burtu. En Jehú skaut ör í Jóram og hann dó.

Jehú kallar á þjónana og segir þeim að kasta Jesebel niður.

Síðan fór Jehú til hallar Jesebelar. Þegar hún frétti að hann væri að koma málaði hún sig, gerði flotta greiðslu í hárið og beið við gluggann á efri hæðinni. Þegar Jehú kom heilsaði hún honum ruddalega. Jehú kallaði á þjónana sem stóðu hjá henni og sagði: „Kastið henni niður!“ Þeir hrintu Jesebel út um gluggann og hún datt niður á jörðina og dó.

Eftir það drap Jehú 70 syni Akabs og sá til þess að það væri ekki lengur hægt að tilbiðja Baal í landinu. Við getum verið viss um að Jehóva tekur eftir öllu sem gerist. Og þegar það er réttur tími til þess refsar hann þeim sem gera það sem er slæmt.

„Arfur sem fæst með græðgi færir ekki blessun til lengdar.“ – Orðskviðirnir 20:21.

Spurningar: Hvað gerði Jesebel til að ná víngarði Nabóts? Af hverju refsaði Jehóva Jesebel?

1. Konungabók 21:1–29; 2. Konungabók 9:1–10:30

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila