Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 50 bls. 120-bls. 121 gr. 5
  • Jehóva verndar Jósafat

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jehóva verndar Jósafat
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Jósafat treystir á Jehóva
    Biblíusögubókin mín
  • Hafðu brennandi áhuga á húsi Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Dómi fullnægt í Dómsdalnum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • 2. Kroníkubók – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 50 bls. 120-bls. 121 gr. 5
Jósafat konungur og Levítasöngvararnir leiða herinn út úr Jerúsalem.

SAGA 50

Jehóva verndar Jósafat

Jósafat, konungur í Júda, eyðilagði ölturu og skurðgoð Baals í landinu. Hann vildi að fólkið þekkti lög Jehóva. Hann sendi þess vegna höfðingja og Levíta út um allt Júdaland til að kenna fólkinu lög Jehóva.

Þjóðirnar í kring þorðu ekki að gera árás á Júda af því að þær vissu að Jehóva verndaði þjóðina sína. Þær gáfu Jósafat konungi meira að segja gjafir. En síðan komu Móabítar, Ammónítar og menn frá Seírfjöllum til að berjast við Júda. Jósafat vissi að hann þurfti að fá hjálp frá Jehóva. Hann lét alla karlana, konurnar og börnin safnast saman í Jerúsalem. Hann stóð fyrir framan allt fólkið og bað: ‚Jehóva, við getum ekki unnið nema þú hjálpir okkur. Segðu okkur hvað við eigum að gera.‘

Jehóva svaraði bæninni: ‚Ekki vera hræddir. Ég hjálpa ykkur. Takið ykkur stöðu, standið kyrrir og sjáið hvernig ég bjarga ykkur.‘ Hvernig bjargaði Jehóva þeim?

Næsta morgun safnaði Jósafat saman söngvurum og sagði þeim að ganga á undan hernum. Þeir gengu á undan hernum frá Jerúsalem til staðar sem heitir Tekóa.

Jehóva barðist fyrir fólk sitt á meðan söngvararnir sungu hátt og af gleði fyrir hann. Hann lét Ammónítana og Móabítana verða svo ruglaða að þeir fóru að berjast hver við annan. Enginn þeirra lifði af. En Jehóva verndaði Júdamenn, bæði hermennina og prestana. Allir í löndunum í kring fréttu hvað Jehóva hafði gert. Og þeir vissu að Jehóva væri enn þá að vernda þjóðina sína. Hvernig bjargar Jehóva fólki sínu? Hann notar margar leiðir til þess og þarf ekki hjálp frá mönnum.

„Þið þurfið ekki að berjast í þessari orrustu. Takið ykkur stöðu, standið kyrrir og sjáið hvernig Jehóva bjargar ykkur.“ – 2. Kroníkubók 20:17.

Spurningar: Hvernig konungur var Jósafat? Hvernig verndaði Jehóva Júdamenn?

2. Kroníkubók 17:1–19; 20:1–30

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila