Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 59 bls. 142-bls. 143 gr. 5
  • Fjórir strákar sem hlýddu Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fjórir strákar sem hlýddu Jehóva
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Fjórir drengir í Babýlon
    Biblíusögubókin mín
  • Reyndir en trúir Jehóva
    Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
  • Þýðing Daníelsbókar fyrir þig
    Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
  • Hananja, Mísael og Asarja
    Lærum af vinum Jehóva – verkefni
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 59 bls. 142-bls. 143 gr. 5
Daníel, Hananja, Mísael og Asarja vilja ekki borða af mat konungsins.

SAGA 59

Fjórir strákar sem hlýddu Jehóva

Þegar Nebúkadnesar flutti höfðingjana í Júda til Babýlonar lét hann hirðmann sem hét Aspenas hugsa um þá. Nebúkadnesar sagði Aspenasi að finna hraustustu og klárustu strákana. Það átti að þjálfa þessa ungu stráka í þrjú ár svo að þeir gætu fengið mikilvæg verkefni í Babýlon. Stákarnir þurftu að læra að lesa, skrifa og tala akkadísku, tungumálið sem var talað í Babýlon. Þeir áttu líka að borða sama mat og konungurinn og hinir í höllinni. Fjórir af þessum strákum hétu Daníel, Hananja, Mísael og Asarja. Aspenas gaf þeim ný babýlonsk nöfn: Beltsasar, Sadrak, Mesak og Abed Negó. Myndu þeir hætta að þjóna Jehóva þegar þeir fengju þessa þjálfun?

Þessir fjórir strákar voru ákveðnir í að hlýða Jehóva. Þeir vissu að þeir ættu ekki að borða af mat konungsins af því að lög Jehóva sögðu að sumt af honum væri óhreint. Þeir sögðu þess vegna við Aspenas: ‚Ekki láta okkur borða af mat konungsins.‘ Aspenas sagði við þá: ‚Ef þið borðið ekki og konungurinn sér að þið eruð veiklulegir þá drepur hann mig.‘

Daníel var með hugmynd. Hann sagði við manninn sem sá um þá: ‚Gefðu okkur bara grænmeti og vatn í tíu daga. Berðu okkur síðan saman við strákana sem borða af mat konungsins.‘ Maðurinn samþykkti það.

Eftir þessa tíu daga voru Daníel og vinir hans þrír hraustlegri en allir hinir strákarnir. Jehóva var ánægður að þeir skyldu hafa hlýtt honum. Hann gaf meira að segja Daníel visku til að geta skilið sýnir og drauma.

Eftir þjálfunina fór Aspenas með strákana til Nebúkadnesars. Konungurinn talaði við þá og sá að Daníel, Hananja, Mísael og Asarja voru klárari en allir hinir strákarnir. Hann valdi þá fjóra til að vinna í konungshöllinni sinni. Konungurinn bað þá oft um að gefa sér ráð í mikilvægum málum. Jehóva gerði þá gáfaðri en alla vitringa og galdramenn konungsins.

Daníel, Hananja, Mísael og Asarja gleymdu ekki að þeir tilheyrðu þjóð Jehóva þó að þeir væru í ókunnugu landi. Ætlar þú líka alltaf að muna eftir Jehóva, meira að segja þegar mamma og pabbi eru ekki með þér?

„Láttu engan líta niður á þig þótt þú sért ungur. Vertu heldur fyrirmynd hinna trúföstu í tali, hegðun, kærleika, trú og hreinleika.“ – 1. Tímóteusarbréf 4:12.

Spurningar: Af hverju heldurðu að Daníel og vinir hans þrír hafi hlýtt Jehóva? Hvernig hjálpaði Jehóva þeim?

Daníel 1:1–21

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila