Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 61 bls. 146-bls. 147 gr. 3
  • Þeir beygðu sig ekki niður

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þeir beygðu sig ekki niður
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Þeir vildu ekki falla fram
    Biblíusögubókin mín
  • Trú þeirra stóðst eldraunina
    Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
  • Hvaða Guð tilbiður þú?
    Lærum af kennaranum mikla
  • Ríki sem verður alltaf til
    Lærum af sögum Biblíunnar
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 61 bls. 146-bls. 147 gr. 3
Sadrak, Mesak og Abed Negó vilja ekki beygja sig fyrir gulllíkneskinu.

SAGA 61

Þeir beygðu sig ekki niður

Einhvern tíma eftir að Nebúkadnesar konung hafði dreymt drauminn um styttuna gerði hann risastórt líkneski úr gulli. Hann stillti því upp á Dúrasléttu og sagði öllu valdamikla fólkinu í landinu að safnast saman fyrir framan það. Þar á meðal voru Sadrak, Mesak og Abed Negó. Konungurinn gaf skipun: ‚Um leið og þið heyrið í lúðrunum, hörpunum og sekkjarpípunum eigið þið að beygja ykkur niður fyrir styttunni. Ef einhver beygir sig ekki niður verður honum kastað í logandi eldsofn.‘ Myndu Hebrearnir þrír beygja sig fyrir styttunni eða myndu þeir bara tilbiðja Jehóva?

Síðan sagði konungurinn að það ætti að spila tónlistina. Allir beygðu sig niður og tilbáðu styttuna, nema Sadrak, Mesak og Abed Negó. Nokkrir menn tóku eftir þessu og sögðu við konunginn: ‚Þessir þrír Hebrear vilja ekki tilbiðja styttuna.‘ Nebúkadnesar lét sækja þá og sagði: ‚Ég ætla að gefa ykkur annað tækifæri til að tilbiðja styttuna. Ef þið gerið það ekki hendi ég ykkur inn í eldsofninn. Enginn Guð getur bjargað ykkur frá mér.‘ Þeir svöruðu: ‚Við þurfum ekki annað tækifæri. Okkar Guð getur bjargað okkur. En þó að hann geri það ekki, munum við ekki tilbiðja styttuna.‘

Nebúkadnesar varð bálreiður. Hann sagði mönnum sínum: ‚Hitið eldsofninn sjö sinnum meira en venjulega!‘ Síðan sagði hann við hermennina sína: ‚Bindið þessa menn og hendið þeim inn!‘ Eldsofninn var svo heitur að hermennirnir dóu um leið og þeir komu nálægt honum. Hebrearnir þrír duttu inn í eldsofninn. Þegar Nebúkadnesar horfði inn í eldsofninn sá hann að það voru fjórir menn að labba inni í honum – ekki bara þrír. Hann varð hræddur og spurði þjónana sína: ‚Hentum við ekki þrem mönnum inn í ofninn? Ég sé fjóra og einn af þeim lítur út eins og engill!‘

Nebúkadnesar fór nær eldsofninum og kallaði: ‚Komið út, þjónar hins hæsta Guðs!‘ Allir voru steinhissa að sjá Sadrak, Mesak og Abed Negó koma heila á húfi út úr eldinum. Húðin, hárið og fötin voru ekki brennd og það var ekki einu sinni brunalykt af þeim.

Nebúkadnesar sagði: ‚Guð Sadraks, Mesaks og Abed Negós er stórkostlegur. Hann sendi engil sinn til að bjarga þeim. Það er enginn guð eins og þeirra Guð.‘

Ert þú ákveðinn í að vera trúr Jehóva sama hvað gerist, eins og þessir þrír Hebrear?

Nebúkadnesar konungur er steinhissa á að sjá Sadrak, Mesak og Abed Negó koma heila á húfi út úr eldinum.

„Þú skalt tilbiðja Jehóva Guð þinn og honum einum skaltu veita heilaga þjónustu.“ – Matteus 4:10.

Spurningar: Hvað vildu Sadrak, Mesak og Abed Negó ekki gera? Hvernig bjargaði Jehóva þeim?

Daníel 3:1–30

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila