Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 97 bls. 226-bls. 227 gr. 2
  • Kornelíus fær heilagan anda

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kornelíus fær heilagan anda
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Pétur heimsækir Kornelíus
    Biblíusögubókin mín
  • „Guð mismunar ekki fólki“
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
  • Framgangið í ótta Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Höldum fast í dýrmæta trú okkar!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 97 bls. 226-bls. 227 gr. 2
Kornelíus býður Pétri inn til sín.

SAGA 97

Kornelíus fær heilagan anda

Í Sesareu var valdamikill rómverskur liðsforingi sem hét Kornelíus. Hann var ekki Gyðingur, en Gyðingarnir báru virðingu fyrir honum. Hann var gjafmildur við fátæka og þá sem þurftu hjálp. Kornelíus trúði á Jehóva og bað oft til hans. Einn daginn sá Kornelíus engil sem sagði: ‚Guð heyrði bænir þínar. Sendu menn til borgarinnar Joppe, þar sem Pétur er, og biddu hann að koma til þín.‘ Kornelíus sendi strax þrjá menn til Joppe, sem var um 50 kílómetra í suður.

Á meðan þeir voru á leiðinni sá Pétur sýn. Hann sá dýr sem Gyðingar máttu ekki borða og heyrði rödd sem sagði honum að borða. Pétur vildi það ekki og sagði: ‚Ég hef aldrei á ævinni borðað óhrein dýr.‘ Þá sagði röddin við hann: ‚Ekki segja að þessi dýr séu óhrein. Guð er búinn að gera þau hrein.‘ Pétri var líka sagt að það væru þrír menn við dyrnar hjá honum og að hann ætti að fara með þeim. Pétur fór til dyra og spurði mennina af hverju þeir væru komnir. Þeir svöruðu: ‚Kornelíus sendi okkur. Hann er rómverskur liðsforingi. Þú átt að koma heim til hans í Sesareu.‘ Pétur bauð þeim að gista hjá sér um nóttina. Daginn eftir fór hann með þeim til Sesareu og nokkrir bræður frá Joppe fóru með.

Kornelíus kraup fyrir Pétri þegar hann hitti hann loksins. En Pétur sagði: ‚Stattu upp. Ég er bara maður eins og þú. Guð sagði mér að koma heim til þín þó að Gyðingar fari ekki heim til heiðingja. Segðu mér nú af hverju þú lést sækja mig.‘

Kornelíus sagði við Pétur: ‚Ég var að biðja til Guðs fyrir fjórum dögum og engill sagði mér að láta sækja þig. Viltu kenna okkur orð Jehóva?‘ Pétur sagði: ‚Ég hef lært að Guð hugsar eins um alla. Allir sem vilja þjóna honum geta orðið vinir hans.‘ Pétur sagði þeim margt um Jesú. Það kom heilagur andi yfir Kornelíus og þá sem voru með honum og þeir létu allir skírast.

„[Guð] tekur ... á móti hverjum þeim sem óttast hann og gerir rétt, sama hverrar þjóðar hann er.“ – Postulasagan 10:35.

Spurningar: Af hverju vildi Pétur ekki borða óhrein dýr? Af hverju sagði Jehóva Pétri að fara heim til heiðingja?

Postulasagan 10:1–48

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila