Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 98 bls. 228-bls. 229 gr. 1
  • Fólk í mörgum löndum verður kristið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fólk í mörgum löndum verður kristið
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Innblásin fyrirmynd um kristið trúboðsstarf
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Þjónar Jehóva styrkjast í trúnni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • ‚Þeir glöddust og voru fullir af heilögum anda‘
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
  • „Jehóva gaf þeim kraft til að tala óttalaust“
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 98 bls. 228-bls. 229 gr. 1
Páll postuli og Barnabas boða trúna Sergíusi Páli, landstjóra á Kýpur.

SAGA 98

Fólk í mörgum löndum verður kristið

Postularnir boðuðu fagnaðarboðskapinn um allan heim eins og Jesús sagði þeim að gera. Árið 47 sendi söfnuðurinn í Antíokkíu Pál og Barnabas í boðunarferð. Þessir duglegu boðberar ferðuðust um alla Litlu-Asíu og komu til staða eins og Derbe, Lýstru og Íkóníum.

Páll og Barnabas töluðu við alla, hvort sem þeir voru ríkir eða fátækir, ungir eða gamlir. Margir trúðu sannleikanum um Krist. Páll og Barnabas fóru til Kýpur og sögðu landstjóranum þar frá sannleikanum, en hann hét Sergíus Páll. Þá kom galdramaður og reyndi að stoppa þá. Páll sagði við galdramanninn: „Jehóva ætlar að refsa þér.“ Galdramaðurinn varð strax blindur. Þegar Sergíus Páll sá þetta fór hann að trúa.

Páll og Barnabas boðuðu trúna alls staðar, hús úr húsi, á mörkuðum, á götunum og í samkunduhúsunum. Þegar þeir læknuðu lamaðan mann í Lýstru héldu þeir sem sáu kraftaverkið að þeir væru guðir og reyndu að tilbiðja þá. En Páll og Barnabas stoppuðu þá og sögðu: ‚Þið eigið bara að tilbiðja Guð. Við erum bara menn.‘ Síðan komu nokkrir Gyðingar og fengu fólkið til að trúa að Páll væri vondur. Fólkið grýtti steinum í Pál og dró hann út úr borginni af því að það hélt að hann væri dáinn. En hann var ekki dáinn! Trúsystkini Páls komu strax til að bjarga honum og fara með hann aftur inn í borgina. Seinna fór Páll aftur til Antíokkíu.

Árið 49 fór Páll í aðra boðunarferð. Fyrst heilsaði hann upp á trúsystkinin í Litlu-Asíu. Síðan fór hann enn lengra með fagnaðarboðskapinn, alla leið til Evrópu. Hann fór til Aþenu, Efesus, Filippí, Þessaloníku og á fleiri staði. Sílas, Lúkas og ungur maður sem hét Tímóteus fóru með Páli í þessa ferð. Þeir hjálpuðust að við að gera nýja söfnuði og hjálpa þeim að verða sterkir. Páll var í Korintu í eitt og hálft ár til að styrkja trúsystkinin þar. Hann boðaði trúna, kenndi fólki og skrifaði bréf til margra safnaða. Hann vann líka við að búa til tjöld. Seinna fór hann aftur til Antíokkíu.

Páll postuli boðar trúna á markaði.

Árið 52 fór Páll í þriðju boðunarferðina og byrjaði í Litlu-Asíu. Hann fór alla leið norður til Filippí og síðan niður til Korintu. Páll var í nokkur ár í Efesus að kenna, lækna og hjálpa söfnuðinum. Hann flutti líka ræður á hverjum degi í skólasal. Margir hlustuðu á hann og breyttu lífi sínu. Að lokum þegar Páll var búinn að boða trúna í mörgum löndum fór hann til Jerúsalem.

„Farið því og gerið fólk af öllum þjóðum að lærisveinum.“ – Matteus 28:19.

Spurningar: Getur þú fylgt boðunarferðum Páls með því að nota kortið í biblíunni þinni? (Nýheimsþýðing Biblíunnar, Viðauki B13)

Postulasagan 13:1–23:35

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila