Inngangur að 14. hluta
Kristnir menn á fyrstu öld dreifðu fagnaðarboðskapnum um Guðsríki til endimarka jarðar. Jesús lét þá vita hvar þeir ættu að boða. Og með kraftaverki gerði hann þeim kleift að kenna fólki á tungumálum þess. Jehóva gaf þeim hugrekki og þann kraft sem þeir þurftu til að standast grimmar ofsóknir.
Jesús lét Jóhannes postula sjá dýrð Jehóva í sýn. Í annarri sýn sá Jóhannes ríki Guðs sigra Satan og binda enda á vald hans til frambúðar. Jóhannes sá Jesú ríkja sem konung og 144.000 meðstjórnendur hans með honum. Jóhannes sá líka alla jörðina verða að paradís þar sem allir tilbiðja Jehóva í friði og einingu.