Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • es22 bls. 37-46
  • Apríl

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Apríl
  • Rannsökum Ritningarnar daglega – 2022
  • Millifyrirsagnir
  • Föstudagur 1. apríl
  • Laugardagur 2. apríl
  • Sunnudagur 3. apríl
  • Mánudagur 4. apríl
  • Þriðjudagur 5. apríl
  • Miðvikudagur 6. apríl
  • Fimmtudagur 7. apríl
  • Föstudagur 8. apríl
  • Laugardagur 9. apríl
  • Sunnudagur 10. apríl
  • Mánudagur 11. apríl
  • Þriðjudagur 12. apríl
  • Miðvikudagur 13. apríl
  • Fimmtudagur 14. apríl
  • MINNINGARHÁTÍÐ
    eftir sólsetur
    Föstudagur 15. apríl
  • Laugardagur 16. apríl
  • Sunnudagur 17. apríl
  • Mánudagur 18. apríl
  • Þriðjudagur 19. apríl
  • Miðvikudagur 20. apríl
  • Fimmtudagur 21. apríl
  • Föstudagur 22. apríl
  • Laugardagur 23. apríl
  • Sunnudagur 24. apríl
  • Mánudagur 25. apríl
  • Þriðjudagur 26. apríl
  • Miðvikudagur 27. apríl
  • Fimmtudagur 28. apríl
  • Föstudagur 29. apríl
  • Laugardagur 30. apríl
Rannsökum Ritningarnar daglega – 2022
es22 bls. 37-46

Apríl

Föstudagur 1. apríl

„Allt sem var skrifað áður var skrifað til að við gætum lært af því.“ – Rómv. 15:4.

Ertu að glíma við erfiða prófraun? Hefur einhver í söfnuðinum sært þig? (Jak. 3:2) Gera vinnufélagarnir eða skólafélagarnir grín að þér fyrir að þjóna Jehóva? (1. Pét. 4:3, 4) Eða reynir fjölskylda þín að fá þig til að hætta að sækja samkomur eða að tala við aðra um trú þína? (Matt. 10:35, 36) Ef prófraun reynir verulega á gæti þig langað til að gefast upp. En þú mátt vera viss um að Jehóva gefur þér visku og styrk til að takast á við hvaða prófraun sem er. Jehóva lét skrá í orð sitt frásögur af ófullkomnum einstaklingum sem tókust á við erfiðar raunir. Hann gerði það til að við gætum lært af þeim. Jehóva innblés Páli postula að benda á þetta í bréfi sínu til Rómverja. Það getur veitt okkur hughreystingu og von að lesa þessar frásögur. En til að hafa gagn af þeim er ekki nóg aðeins að lesa í Biblíunni. Við verðum að láta Biblíuna móta hugann og snerta hjartað. w21.03 14 gr. 1, 2

Laugardagur 2. apríl

„Horfið á akrana, þeir eru hvítir og tilbúnir til uppskeru.“ – Jóh. 4:35.

Líturðu á fólk sem þú boðar fagnaðarboðskapinn eins og korn sem er tilbúið til uppskeru? Þá á þetta þrennt við um þig: Í fyrsta lagi endurspeglar boðun þín að þetta starf er áríðandi. Það eru takmörk fyrir því hve uppskerutími er langur. Það má engan tíma missa. Í öðru lagi finnurðu til gleðinnar sem fylgir því að vinna heils hugar við uppskeruna. Í Biblíunni segir: „Menn gleðjast á kornskurðartímanum.“ (Jes. 9:3, Biblían 1981) Og í þriðja lagi líturðu á alla sem tilvonandi lærisveina og lagar því kynningu þína eftir því sem hver og einn hefur áhuga á. Sumir fylgjenda Jesú efuðust kannski um að nokkur Samverji gæti orðið lærisveinn hans. En þannig hugsaði Jesús ekki. Hann var opinn fyrir þeim möguleika að fólk af þessari þjóð gæti orðið lærisveinar. Við verðum að hafa sama viðhorf til fólks á okkar starfssvæði. Páll postuli setti okkur frábært fordæmi til eftirbreytni. Hann kynnti sér trúarskoðanir þeirra sem hann boðaði trúna, vissi hvað þeir höfðu áhuga á og leit á þá sem tilvonandi lærisveina Jesú. w20.04 8–9 gr. 3, 4

Sunnudagur 3. apríl

„Dánarheimur og undirdjúpin eru Drottni auðsæ, hve miklu fremur hjörtu mannanna.“ – Orðskv. 15:11.

Gerðu þitt besta til að skilja tilfinningar annarra í stað þess að dæma þá. Enginn nema Jehóva skilur okkur til fulls. Biddu hann þess vegna að hjálpa þér að líta aðra sömu augum og hann og skilja hvernig þú getur sýnt umhyggju. Við megum ekki velja úr þá bræður og systur sem okkur finnst eiga skilið innilega umhyggju okkar. Öll þurfa þau að takast á við vandamál, og mörg þeirra eru ekki ólík þeim vandamálum sem Jónas, Elía, Hagar og Lot þurftu að takast á við. Sumir þurfa kannski að takast á við vandamál sem þeir hafa sjálfir kallað yfir sig. En við höfum öll einhvern tíma valdið sjálfum okkur erfiðleikum. Það er því ekki nema sanngjarnt að Jehóva skuli fara fram á að við sýnum hvert öðru samkennd. (1. Pét. 3:8) Þegar við hlýðum Jehóva stuðlum við að einingunni í stórkostlegri fjölskyldu okkar sem teygir anga sína út um allan heim. Verum þess vegna staðráðin í að hlusta á bræður okkar og systur, kynnast þeim og sýna þeim umhyggju. w20.04 18–19 gr. 15–17

Mánudagur 4. apríl

„Kristur þjáðist fyrir ykkur og lét ykkur eftir fyrirmynd til að þið skylduð feta náið í fótspor hans.“ – 1. Pét. 2:21.

Jesús setti okkur fullkomið fordæmi í að hlýða Jehóva. Ein mikilvæg leið til að hlýða honum er því að fylgja eins náið í fótspor Jesú og við getum. (Jóh. 8:29) Til að ganga á vegi sannleikans verðum við að vera sannfærð um að Jehóva sé Guð sannleikans og að allt sem hann segir okkur í orði sínu, Biblíunni, sé satt. Við verðum líka að vera sannfærð um að Jesús sé hinn fyrirheitni Messías. Margir nú til dags efast um að Jesús sé smurður konungur Guðsríkis. Jóhannes sagði að „margir svikarar“ myndu afvegaleiða þá sem væru ekki undir það búnir að verja sannleikann um Jehóva og Jesú. (2. Jóh. 7–11) Jóhannes skrifaði: „Hver er lygari ef ekki sá sem neitar að Jesús sé Kristur?“ (1. Jóh. 2:22) Eina leiðin til að láta ekki blekkjast er að lesa og hugleiða orð Guðs. Þannig kynnumst við Jehóva og Jesú. (Jóh. 17:3) Og aðeins þá verðum við sannfærð um að við höfum fundið sannleikann. w20.07 21 gr. 4, 5

Þriðjudagur 5. apríl

Verum staðráðin í að gera ekkert sem getur orðið til þess að bróðir hrasi. – Rómv. 14:13.

Ein leið til að verða ekki „til þess að bróðir hrasi“ er að láta að óskum hans þegar það er hægt í stað þess að krefjast réttar okkar. (Rómv. 14:19–21; 1. Kor. 8:9, 13) Að þessu leyti er mikilvægt að við séum ekki eins og hlaupari í bókstaflegu hlaupi sem reynir að hljóta verðlaunin bara fyrir sig. Hlaupararnir hugsa fyrst og fremst um eigin hag. Þeir reyna því kannski að troða sér fram fyrir aðra. Við erum aftur á móti ekki að keppa hvert við annað. (Gal. 5:26; 6:4) Markmið okkar er að hjálpa sem flestum að ná endamarkinu með okkur og hljóta eilíft líf að launum. Við reynum því að fara eftir þessum innblásnu ráðum: „Hugsið ekki aðeins um ykkar eigin hag heldur einnig hag annarra.“ (Fil. 2:4) Jehóva hefur í góðvild sinni tryggt þjónum sínum laun fyrir að ljúka hlaupinu sem við tökum þátt í – eilíft líf á himni eða í paradís á jörð. w20.04 28 gr. 10; 29 gr. 12

Miðvikudagur 6. apríl

„Þetta eru þeir sem koma úr þrengingunni miklu.“ – Opinb. 7:14.

Milljónir þjóna Guðs lifa af inn í nýja heiminn. Þeir sem lifa af á jörðinni verða vitni að öðrum sigri yfir dauðanum þegar milljarðar manna sem hafa dáið verða reistir upp. Ímyndaðu þér gleðina sem mun ríkja þegar þessum sigri verður náð! (Post. 24:15) Og allir þeir sem sýna Jehóva algera trúfesti munu sigra dauðann sem við fengum í arf. Þeir fá þá eilíft líf. Allir þjónar Jehóva nú á dögum ættu að vera þakklátir fyrir hughreystandi orð Páls til Korintumanna um upprisuna. Við höfum fulla ástæðu til að taka til okkar hvatninguna frá Páli um að vera upptekin „í verki Drottins“ núna. (1. Kor. 15:58) Ef við gerum alltaf okkar besta í þessu verki getum við hlakkað til ánægjulegs lífs í framtíðinni. Það verður dásamlegra en nokkuð sem við getum ímyndað okkur. Það mun vissulega staðfesta að erfiði okkar fyrir Drottinn var ekki til einskis. w20.12 13 gr. 16, 17

Fimmtudagur 7. apríl

„Hersveitir þeirra höfðu safnast saman til að heyja stríð við þann sem sat á hestinum og við hersveit hans.“ – Opinb. 19:19.

Það virðist sem spádómarnir í Esekíel 38:10–23; Daníel 2:43–45; 11:44–12:1 og Opinberunarbókinni 16:13–16, 21 fjalli um sömu atburði og tíma. Ef það er rétt má reikna með eftirfarandi framvindu mála. Einhvern tíma eftir að þrengingin mikla hefst mynda ,konungar allrar heimsbyggðarinnar‘ bandalag þjóða. (Opinb. 16:13, 14) Biblían kallar þetta bandalag „Góg í landinu Magóg“. (Esek. 38:2) Það gerir allsherjarárás á þjóna Guðs til að reyna að tortíma þeim endanlega. Jóhannes postuli talaði um þennan tíma. Hann sá óvenjustór högl dynja á óvinum Guðs. Þessi táknræna haglhríð stendur hugsanlega fyrir harðan dómsboðskap sem þjónar Jehóva boða og sem espar Góg í Magóg upp í að ráðast á þjóna Guðs til að tortíma þeim öllum. – Opinb. 16:21. w20.05 14–15 gr. 13, 14

Föstudagur 8. apríl

„Fyrst þið, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum ykkar góðar gjafir hlýtur faðirinn á himnum miklu frekar að gefa þeim heilagan anda sem biðja hann.“ – Lúk. 11:13.

Kraftur Guðs er gjöf sem við ættum að meta að verðleikum. Við verðum enn þakklátari fyrir heilagan anda þegar við hugleiðum allt það sem hann áorkar nú á dögum. Áður en Jesús steig upp til himna sagði hann lærisveinum sínum: „Þið fáið kraft þegar heilagur andi kemur yfir ykkur og þið verðið vottar mínir ... til endimarka jarðar.“ (Post. 1:8) Með hjálp heilags anda hefur um átta og hálf milljón fólks hvaðanæva úr heiminum orðið tilbiðjendur Jehóva. Og við búum í andlegri paradís vegna þess að andi Guðs hjálpar okkur að rækta með okkur fallega eiginleika eins og kærleika, gleði, frið, þolinmæði, góðvild, gæsku, trú, mildi og sjálfstjórn. Þessir eiginleikar mynda ,ávöxt andans‘. (Gal. 5:22, 23) Heilagur andi er sannarlega dýrmæt gjöf! w20.05 28 gr. 10; 29 gr. 13

Laugardagur 9. apríl

„Þar sem dauðinn kom vegna manns kemur upprisa dauðra líka vegna manns.“ – 1. Kor. 15:21.

Við getum gert ráð fyrir því að þeir sem taka á móti ástvinum sínum í upprisunni muni þekkja þá. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Það lítur til dæmis út fyrir að Jehóva muni endurskapa fólk þannig að útlit þess, tal og hugsun verði eins og það var rétt áður en fólkið dó því að sú var raunin þegar hann reisti upp fólk til forna. Munum að Jesús líkti dauðanum við svefn og upprisunni við það að vera vakinn af svefni. (Matt. 9:18, 24; Jóh. 11:11–13) Þegar fólk vaknar af svefni lítur það eins út og talar eins og áður en það fór að sofa og það hefur sömu minningar. Tökum Lasarus sem dæmi. Hann hafði verið dáinn í fjóra daga svo að líkami hans hefur verið byrjaður að rotna. Samt þekktu María og Marta Lasarus strax þegar Jesús reisti hann upp og Lasarus mundi auðvitað eftir þeim. – Jóh. 11:38–44; 12:1, 2. w20.08 14 gr. 3; 16 gr. 8

Sunnudagur 10. apríl

„Frelsunin kemur frá Guði okkar, sem situr í hásætinu, og lambinu.“ – Opinb. 7:10.

Munurinn á hinum andasmurðu og öðrum sauðum felst ekki í því hversu mikils Guð metur þá. Báðir hóparnir eru jafn dýrmætir í hans augum. Við vitum það því að hann greiddi sama gjald bæði fyrir hina andasmurðu og aðra sauði – líf ástkærs sonar síns. Munurinn á hópunum tveim er að þeir hafa ólíka von. En báðir hóparnir þurfa að vera Guði og Kristi trúfastir. (Sálm. 31:24) Munum að andi Guðs getur haft jafn mikil áhrif á okkur öll. Jehóva gefur okkur af anda sínum eftir þörf hvers og eins. Jehóva hefur gefið öllum vígðum þjónum sínum dásamlega framtíðarvon. (Jer. 29:11) Minningarhátíðin um dauða Krists gefur okkur öllum sérstakt tækifæri til að lofa Guð og Krist fyrir það sem þeir hafa gert til að við getum notið eilífs lífs. Minningarhátíðin er mikilvægasta samkoman sem sannkristnir menn halda. w21.01 18 gr. 16; 19 gr. 19

Mánudagur 11. apríl

„Gerið þetta.“ – 1. Kor. 11:25.

Mikill meirihluti þeirra sem sækja minningarhátíðina á von um líf á jörðinni. Af hverju eru þeir þá viðstaddir? Af sömu ástæðu og fólk mætir í brúðkaup vina. Það vill sýna brúðhjónunum kærleika sinn og stuðning. Á sama hátt sækja aðrir sauðir minningarhátíðina vegna þess að þeir vilja sýna Kristi og hinum andasmurðu kærleika sinn og stuðning. Aðrir sauðir sækja líka minningarhátíðina til að sýna þakklæti sitt fyrir fórn Jesú – fórn sem gerir þeim kleift að lifa að eilífu á jörðinni. Önnur mikilvæg ástæða þess að aðrir sauðir sækja minningarhátíðina er að þeir vilja hlýða fyrirmælum Jesú. Þegar Jesús innleiddi kvöldmáltíð Drottins með trúföstum postulum sínum sagði hann: „Gerið þetta til minningar um mig.“ (1. Kor. 11:23–26) Þess vegna halda aðrir sauðir áfram að vera viðstaddir kvöldmáltíð Drottins eins lengi og einhverjir andasmurðir eru eftir á jörðinni. w21.01 17–18 gr. 13, 14

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 9. nísan) Jóhannes 12:12–19; Markús 11:1–11

Þriðjudagur 12. apríl

„Kærleikur Guðs til okkar birtist í því að hann sendi einkason sinn í heiminn til að við fengjum líf fyrir atbeina hans.“ – 1. Jóh. 4:9.

Til að kærleikurinn sé ósvikinn þarf hann að koma fram í verkum. (Samanber Jakobsbréfið 2:17, 26.) Jehóva elskar okkur. (1. Jóh. 4:19) Og hann tjáir kærleika sinn með fallegum orðum sem við lesum í Biblíunni. (Sálm. 25:10; Rómv. 8:38, 39) En það er ekki bara vegna þess sem hann segir að við erum sannfærð um að hann elski okkur heldur vegna þess sem hann gerir. Jehóva leyfði að ástkær sonur sinn þjáðist og dæi í okkar þágu. (Jóh. 3:16) Er nokkur vafi á að Jehóva elskar okkur? Við sýnum að við elskum Jehóva og Jesú með því að hlýða þeim. (Jóh. 14:15; 1. Jóh. 5:3) Og Jesús gaf okkur þau fyrirmæli að við ættum að elska hvert annað. (Jóh. 13:34, 35) Það er ekki nóg að við tjáum kærleika okkar til trúsystkina í orðum. Við þurfum líka að sýna að við elskum þau. – 1. Jóh. 3:18. w21.01 9 gr. 6; 10 gr. 8

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 10. nísan) Jóhannes 12:20–50

Miðvikudagur 13. apríl

„Ég kalla ykkur vini.“ – Jóh. 15:15.

Þeir sem eru smurðir heilögum anda munu ríkja með Jesú í ríki Guðs. Þeir eiga þá von að vera með Kristi, sjá hann, tala við hann og verja tíma með honum um alla eilífð. (Jóh. 14:2, 3) Jesús mun líka sýna ást og athygli þeim sem hafa jarðneska von. Þegar þeir lifa lífinu sem Jehóva og Jesús gera þeim mögulegt verða þeir enn nánari Jesú þótt þeir sjái hann ekki. (Jes. 9:5, 6) Við njótum margvíslegrar blessunar þegar við þiggjum boð Jesú um að verða vinir hans. Við njótum til dæmis kærleika hans og stuðnings nú þegar. Og við eigum möguleika á að lifa að eilífu. En mikilvægast af öllu er að vinátta okkar við Jesú greiðir leiðina að dýrmætustu vináttu sem hugsast getur – nánu og sterku sambandi við Jehóva, föður Jesú. Það er sannarlega mikill heiður að vera kallaður vinur Jesú! w20.04 25 gr. 15, 16

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 11. nísan) Lúkas 21:1–36

Fimmtudagur 14. apríl

Allir verða lífgaðir vegna sambands síns við Krist. – 1. Kor. 15:22.

Páll postuli skrifaði bréf sitt til andasmurðra kristinna manna í Korintu sem yrðu reistir upp til lífs á himnum. Þeir ,voru helgaðir til að vera sameinaðir Kristi Jesú og kallaðir til að vera heilagir‘. Og hann minntist á þá „sem eru dánir sem lærisveinar Krists“. (1. Kor. 1:2; 15:18; 2. Kor. 5:17) Í öðru bréfi í Biblíunni skrifaði Páll að þeir sem höfðu „sameinast [Jesú] með því að deyja eins og hann“ myndu ,sameinast honum með því að rísa upp eins og hann‘. (Rómv. 6:3–5) Jesús var reistur upp sem andavera og fór til himna. Það verður því hlutskipti allra andasmurðra lærisveina Krists. Páll sagði að Kristur hefði verið reistur upp sem „frumgróði þeirra sem eru dánir“. (1. Kor. 15:20) Jesús var sá fyrsti sem hafði nokkurn tíma verið reistur upp frá dauðum sem andavera og til að fá eilíft líf. w20.12 5–6 gr. 15, 16

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 12. nísan) Matteus 26:1–5, 14–16; Lúkas 22:1–6

MINNINGARHÁTÍÐ
eftir sólsetur
Föstudagur 15. apríl

Við verðum alltaf með Drottni. – 1. Þess. 4:17.

Andasmurðir kristnir menn sem deyja núna eru þegar í stað reistir upp til lífs á himnum. Páll postuli bendir á það í 1. Korintubréfi 15:51, 52. Þegar þessir bræður Krists rísa upp verður gleði þeirra fullkomin. Biblían upplýsir okkur um hvað þeir sem umbreytast „á augabragði“ muni gera á himnum. Jesús segir við þá: „Þeim sem sigrar og vinnur sömu verk og ég allt til enda mun ég gefa vald yfir þjóðunum. Hann mun ríkja yfir þeim eins og hirðir með járnstaf svo að þær mölbrotna eins og leirker. Faðir minn hefur gefið mér þetta vald.“ – Opinb. 2:26, 27. w20.12 12 gr. 14, 15

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 13. nísan) Matteus 26:17–19; Markús 14:12–16; Lúkas 22:7–13 (Atburðir eftir sólsetur: 14. nísan) Jóhannes 13:1–5; 14:1–3

Laugardagur 16. apríl

Kristur er risinn upp frá dauðum. – 1. Kor. 15:20.

Með því að kalla Jesú ,frumgróða‘ gaf Páll postuli auk þess í skyn að fleiri yrðu reistir upp frá dauðum til lífs á himnum. Postularnir og aðrir andasmurðir „lærisveinar Krists“ myndu á sínum tíma verða reistir upp til lífs á himnum eins og Jesús. (1. Kor. 15:18) Upprisa ,lærisveina Krists‘ til himna var ekki hafin þegar Páll skrifaði Korintumönnum. Páll vísaði fram í tímann þegar hann sagði: „Hver í sinni röð: Kristur er frumgróðinn og síðan, meðan hann er nærverandi, koma þeir sem tilheyra honum.“ (1. Kor. 15:23; 1. Þess. 4:15, 16) Núna lifum við á þeim tíma sem Kristur er „nærverandi“. Postularnir og aðrir andasmurðir kristnir menn sem dóu þurftu að bíða þess að hann yrði nærverandi til að hljóta himnesk laun sín og ,sameinast Jesú með því að rísa upp eins og hann‘. – Rómv. 6:5. w20.12 5 gr. 12; 6 gr. 16, 17

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 14. nísan) Jóhannes 19:1–42

Sunnudagur 17. apríl

„Það sem er sáð er forgengilegt en það sem rís upp er óforgengilegt.“ – 1. Kor. 15:42.

Páll postuli átti við einstakling sem yrði reistur upp með himneskan líkama, það er að segja ,andlegan líkama‘. (1. Kor. 15:43, 44) Þegar Jesús var á jörðinni var hann með líkama úr holdi. En þegar hann var reistur upp varð hann „lífgefandi andi“ og fór aftur til himna. Á sama hátt yrðu andasmurðir kristnir menn reistir upp til að lifa á himnum. Páll sagði: „Eins og við líkjumst þeim sem var myndaður úr mold munum við einnig líkjast hinum himneska.“ (1. Kor. 15:45–49) Munum að Jesús var ekki reistur upp í mannlegum líkama. Páll útskýrði hvers vegna: „Hold og blóð getur ekki erft ríki Guðs“ á himnum. (1. Kor. 15:50) Postularnir og aðrir andasmurðir yrðu ekki reistir upp til himna með forgengilega líkama úr holdi og blóði. w20.12 11 gr. 10–12

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 15. nísan) Matteus 27:62–66 (Atburðir eftir sólsetur: 16. nísan) Jóhannes 20:1

Mánudagur 18. apríl

„Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn?“ – 1. Kor. 15:55.

Guð innblés nokkrum lærisveinum Jesú á fyrstu öld að skrifa um upprisuna til himna. Jóhannes postuli skrifaði: „Nú erum við börn Guðs en það hefur enn ekki verið opinberað hvað við verðum. Við vitum að þegar hann opinberast verðum við eins og hann.“ (1. Jóh. 3:2) Andasmurðir kristnir menn vita því ekki hvernig þeir verða þegar þeir verða reistir upp til himna. En þegar þeir hljóta laun sín á himnum munu þeir sjá Jehóva. Í Biblíunni eru einhverjar upplýsingar um upprisuna til himna. Hinir andasmurðu verða með Kristi þegar hann gerir „að engu allar stjórnir, yfirvöld og máttarvöld“. Þar á meðal er dauðinn, „síðasti óvinurinn“. Að lokum mun Jesús – ásamt meðstjórnendum sínum – skipa sig og allt annað undir Jehóva. (1. Kor. 15:24–28) Það verða heldur betur spennandi tímar! w20.12 8 gr. 2

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 16. nísan) Jóhannes 20:2–18

Þriðjudagur 19. apríl

Ég hef þá von að Guð muni reisa upp bæði réttláta og rangláta. – Post. 24:15

Trúir þjónar Guðs sem hafa ekki þá von að lifa á himnum með Kristi eiga líka von um upprisu. Í Biblíunni segir að Páll postuli og aðrir sem fara til himna hljóti „fyrri upprisuna frá dauðum“. (Fil. 3:11) Það bendir til að önnur upprisa hafi átt að verða síðar. Það samræmist því sem Job sagði um framtíð sína. (Job. 14:15) ,Þeir sem tilheyra Kristi meðan hann er nærverandi‘ verða með Jesú á himnum þegar hann gerir að engu allar stjórnir, yfirvöld og máttarvöld. Jafnvel dauðinn, sem er „síðasti óvinurinn“, verður gerður að engu. Dauðinn sem mannkynið fékk í arf mun aldrei aftur plaga þá sem eru reistir upp til himna. (1. Kor. 15:23–26) Þeir sem hafa jarðneska von geta byggt von sína á orðum Páls í versi dagsins. Það fer auðvitað enginn ranglátur til himna. Þessi orð hljóta því að eiga við upprisu á jörðinni í framtíðinni. w20.12 6–7 gr. 18, 19

Miðvikudagur 20. apríl

Kristur elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig. – Gal. 2:20.

Við gætum velt fyrir okkur hvernig við getum verið viss um að Jehóva hafi ekki gefist upp á okkur. Ef við erum að velta þessu fyrir okkur er það merki um að Jehóva geti fyrirgefið okkur. Í Varðturninum sagði fyrir mörgum áratugum: „Við gætum verið með slæman ávana sem er rótgrónari en við gerðum okkur grein fyrir svo að við föllum í sama farið aftur og aftur ... Ekki halda að þú hafir drýgt ófyrirgefanlega synd. Satan vill að þú hugsir þannig. Það að þú sért dapur yfir þessu og gramur út í sjálfan þig sannar að Jehóva getur fyrirgefið þér. Ekki þreytast á að leita fyrirgefningar Guðs í einlægni og auðmýkt og biðja hann um hreina samvisku og hjálp til að hætta að gera þessi mistök.“ Páll postuli drýgði alvarlegar syndir áður en hann tók kristna trú. Páll mundi eftir því sem hann gerði. (1. Tím. 1:12–15) En hann leit á lausnargjaldið sem persónulega gjöf til sín. Páll fylltist ekki óhóflegri sektarkennd heldur einbeitti sér að því að gera sitt besta í þjónustu Jehóva. w20.11 27 gr. 14; 29 gr. 17

Fimmtudagur 21. apríl

„Ef einhvern á meðal ykkar skortir visku ætti hann ekki að gefast upp á að biðja Guð um hana. Hann mun fá hana því að Guð gefur öllum af örlæti og án þess að áfellast þá.“ – Jak. 1:5.

Satan notar margt til að reyna að freista okkar til að gera rangt. Hvað gerum við þegar slíkar freistingar verða á vegi okkar? Það er auðvelt að hugsa sem svo að þetta sé nú ekkert alvarlegt. Við hugsum kannski: Tja, mér yrði ekki vikið úr söfnuðinum fyrir að gera þetta þannig að það getur varla verið mjög alvarlegt. Þetta er kolrangur hugsunarháttur. Það væri miklu betra að spyrja sjálfan sig: Er Satan að reyna að gera hjarta mitt tvískipt með því að leggja þessa freistingu fyrir mig? Myndi ég kasta rýrð á nafn Jehóva ef ég léti undan röngum löngunum? Myndi þetta styrkja eða veikja samband mitt við Guð? Veltu þessum spurningum fyrir þér. Biddu um visku til að svara þeim hreinskilnislega og án sjálfsblekkingar. Það getur verið þér til verndar. Það getur hjálpað þér að bregðast við af festu þegar þín er freistað, líkt og Jesús gerði þegar hann sagði: „Farðu burt, Satan!“ (Matt. 4:10) Mundu að tvískipt hjarta kemur að litlu gagni. w20.06 12–13 gr. 16, 17

Föstudagur 22. apríl

Ég segi ykkur öllum að líta ekki of stórt á sjálf ykkur heldur vera raunsæ. – Rómv. 12:3.

Við hlýðum Jehóva auðmjúklega vegna þess að við gerum okkur grein fyrir að hann veit alltaf hvað er okkur fyrir bestu. (Ef. 4:22–24) Auðmýkt fær okkur til að setja vilja Jehóva framar okkar eigin og til að meta aðra meira en okkur sjálf. Fyrir vikið eigum við gott samband við Jehóva og trúsystkini okkar. (Fil. 2:3.) En ef við erum ekki á verði gæti stolt og sjálfselska fólks í heiminum haft áhrif á okkur. Það virðist hafa hent suma á fyrstu öld því að Páll postuli skrifaði kristnum mönnum í Róm: „Ég [segi] ykkur öllum að líta ekki of stórt á sjálf ykkur heldur vera raunsæ.“ Páll viðurkenndi að við þyrftum að hafa álit á sjálfum okkur, en auðmýkt hjálpar okkur að sjá okkur í réttu ljósi og forðast stolt. w20.07 2 gr. 1, 2

Laugardagur 23. apríl

„Friður var í landinu og enginn fór með stríð á hendur Asa.“ – 2. Kron. 14:5.

Á dögum Asa tók friðurinn enda. Gríðarlega fjölmennur her kom frá Eþíópíu. Serak hershöfðingi var sannfærður um að hann og her hans gætu sigrað Júdamenn. En Asa reiddi sig á Jehóva Guð sinn. Hann bað: „Hjálpa þú okkur, Drottinn, Guð okkar, því að við styðjumst við þig. Í þínu nafni höldum við gegn þessum fjölmenna her.“ (2. Kron. 14:10) Eþíópíski herinn var næstum helmingi fjölmennari en her Asa. En Asa vissi að Jehóva hafði mátt og getu til að koma þjóðinni til bjargar. Jehóva brást honum ekki og eþíópíski herinn beið niðurlægjandi ósigur. (2. Kron. 14:7–12) Við vitum ekki nákvæmlega hvað bíður hvers og eins okkar í framtíðinni en við vitum að friðurinn sem þjónar Guðs njóta núna er ekki varanlegur. Munum að Jesús sagði fyrir að á síðustu dögum myndu ,allar þjóðir hata‘ lærisveina hans. – Matt. 24:9. w20.09 17–18 gr. 14–16

Sunnudagur 24. apríl

Ég gleðst því yfir að mega þola smán. – 2. Kor. 12:10.

Ekkert okkar hefur ánægju af því að verða fyrir smán. En ef við höfum of miklar áhyggjur af því sem óvinir okkar segja þegar þeir smána okkur gæti það dregið úr okkur kjark. (Orðskv. 24:10) Hvernig ættum við þá að taka móðgunum og háði andstæðinga? Við getum, líkt og Páll postuli, ,glaðst yfir að mega þola smán‘. Hvers vegna? Vegna þess að smán og andstaða ber vitni um að við erum sannir lærisveinar Jesú. (1. Pét. 4:14) Jesús sagði að lærisveinar sínir yrðu ofsóttir. (Jóh. 15:18–20) Þannig var það á fyrstu öld. Á þeim tíma litu þeir sem voru undir áhrifum grískrar menningar niður á kristna menn og álitu þá heimska og veikburða. Og í augum Gyðinga voru kristnir menn eins og postularnir Pétur og Jóhannes „ómenntaðir almúgamenn“. (Post. 4:13) Kristnir menn virtust veikburða. Þeir höfðu hvorki pólitísk áhrif né yfir herafla að ráða og voru álitnir úrhrak samfélagsins. Létu þessir frumkristnu menn neikvætt álit andstæðinga stoppa sig? Nei. w20.07 14–15 gr. 3, 4

Mánudagur 25. apríl

„Höldum áfram að elska hvert annað því að kærleikurinn er frá Guði og allir sem elska eru fæddir af Guði og þekkja Guð.“ – 1. Jóh. 4:7.

Jóhannes postuli lét sér innilega annt um andlega velferð trúsystkina sinna og þessi kærleikur kemur skýrt fram í leiðbeiningum hans í innblásnum bréfum hans þrem. Það er uppörvandi til þess að vita að menn og konur eins og hann eru smurð heilögum anda til að ríkja með Kristi. (1. Jóh. 2:27) Megum við taka til okkar þær leiðbeiningar sem hann gaf. Verum staðráðin í að ganga á vegi sannleikans og hlýða Jehóva á öllum sviðum lífsins. Lesum og hugleiðum orð hans og setjum traust okkar á það. Byggjum upp sterka trú á Jesú. Höfnum heimspeki manna og hugmyndum fráhvarfsmanna. Látum ekki freistast til að lifa tvöföldu lífi. Forðumst synd. Lifum eftir háleitum siðferðisreglum Jehóva. Og hjálpum trúsystkinum okkar að vera sterk með því að fyrirgefa þeim sem særa okkur og hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda. Þá munum við, þrátt fyrir erfiðleika okkar, geta haldið áfram að ganga á vegi sannleikans. w20.07 24–25 gr. 15–17

Þriðjudagur 26. apríl

Guð hefur raðað öllum limunum á líkamann eins og hann vildi hafa þá. – 1. Kor. 12:18.

Jehóva hefur í kærleika sínum falið öllum trúföstum þjónum sínum hlutverk í söfnuðinum. Þó að hlutverk okkar séu ólík erum við öll dýrmæt og þurfum hvert á öðru að halda. Páll postuli leggur áherslu á að enginn má segja um annan þjón Jehóva: „Ég þarf ekki á þér að halda.“ (1. Kor. 12:21) Ef það á að ríkja friður innan safnaðarins verðum við að meta hvert annað að verðleikum og vinna saman. (Ef. 4:16) Söfnuðurinn verður sterkur og öllum í honum finnst þeir elskaðir þegar við vinnum saman í einingu. Allir öldungar safnaðarins eru útnefndir af heilögum anda Jehóva. En þeir hafa allir mismunandi hæfileika. (1. Kor. 12:17) Sumir eru kannski nýorðnir öldungar og hafa tiltölulega litla reynslu. Aðrir eru ef til vill takmörkum háðir vegna aldurs og heilsu. En allir öldungar hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Engum öldungi ætti því að finnast aðrir öldungar koma að litlu gagni. Öllu heldur ættu allir öldungar að fylgja leiðbeiningum Páls í Rómverjabréfinu 12:10. w20.08 26 gr. 1, 2; 27 gr. 4

Miðvikudagur 27. apríl

„Sviðsmynd þessa heims breytist.“ – 1. Kor. 7:31.

Jehóva leiðbeinir okkur á veginum til lífsins fyrir milligöngu safnaðar síns á jörðinni. Við erum án efa fús til að taka við leiðbeiningum byggðum á Biblíunni varðandi kenningar eða siðferðismál. En hvað gerum við þegar söfnuðurinn gerir breytingar sem hafa áhrif á aðra þætti lífs okkar, eins og til dæmis að selja ríkissalinn sem við notum? Við höldum gleði okkar ef við minnum okkur á að við erum að vinna fyrir Jehóva og að hann leiðir söfnuð sinn. (Kól. 3:23, 24) Davíð konungur gaf gott fordæmi þegar hann gaf framlög til byggingar musterisins. Hann sagði: „Hver er ég og hver er lýður minn, að vér vorum færir um að gefa slíkar gjafir? Því að allt er frá þér og vér höfum fært þér það sem vér höfum þegið úr hendi þér.“ (1. Kron. 29:14) Þegar við gefum framlög erum við einnig að gefa Jehóva af því sem hann hefur gefið okkur. En Jehóva kann að meta það þegar við gefum af tíma okkar, kröftum og efnum til að styðja það verk sem hann vill láta vinna. – 2. Kor. 9:7. w20.11 22–23 gr. 14–16

Fimmtudagur 28. apríl

„Sá sem sífellt horfir á skýin uppsker ekki.“ – Préd. 11:4.

Vottar Jehóva meta árangur sinn ekki eftir fjölda þeirra sem þeir hjálpa inn í söfnuðinn. (Lúk. 8:11–15) Jehóva telur okkur árangursrík ef við höldum áfram að boða fagnaðarboðskapinn og kenna öðrum vegna þess að þá hlýðum við honum og syni hans. (Mark. 13:10; Post. 5:28, 29) Við höfum aukna hvöt til að boða trúna þar sem endir þessa heims nálgast óðum. Það er mjög lítill tími eftir til að taka þátt í þessu starfi sem bjargar lífum. Ekki bíða með að taka þátt í þessu mikilvæga starfi þar til aðstæður þínar eru fullkomnar. Leggðu þig fram núna um að efla hvöt þína og ákafa, dýpka þekkingu þína á Biblíunni, byggja upp hugrekki og þroska með þér sjálfsaga. Þú upplifir gleði Jehóva ef þú slæst í hópinn með þeim meira en átta milljón boðberum sem veiða menn. (Neh. 8:10; Lúk. 5:10) Vertu ákveðinn í að taka eins mikinn þátt í þessu starfi og þú getur þangað til Jehóva segir að því sé lokið. w20.09 7 gr. 18–20

Föstudagur 29. apríl

„Gættu þess sem þér var trúað fyrir.“ – 1. Tím. 6:20.

Við megum ekki við því að láta löngun í efnislega hluti ræna okkur einbeitingunni. „Tál auðæfanna“ gæti kæft kærleika okkar til Jehóva, þakklæti okkar fyrir orð hans og löngun okkar til að segja öðrum frá því. (Matt. 13:22) Ef við eigum að geta varðveitt það sem Jehóva hefur trúað okkur fyrir verðum við að bregðast skjótt við þegar við verðum vör við hættu. Við getum æft hvernig við ætlum að bregðast við ef við sjáum óvænt siðlaust efni, gróft ofbeldi eða efni frá fráhvarfsmönnum á netinu eða meðan við horfum á kvikmynd eða sjónvarpsþátt. Ef við búum okkur undir það sem gæti gerst erum við reiðubúin að bregðast skjótt við til að varðveita vináttu okkar við Jehóva og vera hrein í augum hans. (Sálm. 101:3; 1. Tím. 4:12) Við þurfum að gæta þeirra verðmæta sem Jehóva hefur gefið okkur – dýrmætra biblíusanninda og þess heiðurs að fá að fræða aðra um þau. Þegar við gerum það höfum við góða samvisku, lifum innihaldsríku lífi og njótum gleðinnar sem fylgir því að hjálpa öðrum að kynnast Jehóva. w20.09 30 gr. 16–19

Laugardagur 30. apríl

Þú munt sjá kennara þinn með eigin augum. – Jes. 30:20.

Ert þú skírður? Þá hefurðu tjáð trú þína á Jehóva opinberlega og sýnt að þú viljir þjóna honum með söfnuði hans. Jehóva leiðir söfnuð sinn nú á dögum á þann hátt sem endurspeglar persónuleika hans, fyrirætlun og siðferðisreglur. Taktu eftir þrennu í fari Jehóva sem sýnir sig í söfnuði hans. Í fyrsta lagi: „Guð mismunar ekki fólki.“ (Post. 10:34) Kærleikur fékk Jehóva til að gefa son sinn sem „lausnargjald fyrir alla“. (1. Tím. 2:6; Jóh. 3:16) Jehóva notar þjóna sína til að boða fagnaðarboðskapinn öllum sem vilja hlusta. Þannig hjálpar hann sem flestum að njóta góðs af lausnargjaldinu. Í öðru lagi: Jehóva er Guð skipulags og friðar. (1. Kor. 14:33, 40) Við megum því gera ráð fyrir að tilbiðjendur hans séu skipulagður og friðsamur hópur. Í þriðja lagi: Jehóva er hinn mikli kennari. (Jes. 30:21) Þess vegna leggur söfnuður hans áherslu á að fræða aðra um orð hans, Biblíuna, bæði á samkomum og í boðuninni. w20.10 20 gr. 1–3

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila