Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 51 bls. 124-bls. 125 gr. 2
  • Stríðskappinn og litla stelpan

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Stríðskappinn og litla stelpan
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Stúlka hjálpar hershöfðingja
    Biblíusögubókin mín
  • Börn sem gleðja Guð
    Lærum af kennaranum mikla
  • Heimtar Jehóva of mikið af okkur?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1999
  • Græðgi varð Gehasí að falli
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 51 bls. 124-bls. 125 gr. 2
Naaman heimsækir Elísa til að fá lækningu.

SAGA 51

Stríðskappinn og litla stelpan

Í Sýrlandi var lítil ísraelsk stelpa sem var langt í burtu að heiman. Sýrlenski herinn tók hana frá fjölskyldu sinni. Núna bjó hún hjá hershöfðingja sem hét Naaman og var þjónustustúlka konunnar hans. Þessi litla stelpa tilbað Jehóva þó að fólkið í kringum hana gerði það ekki.

Naaman var með hræðilegan húðsjúkdóm og fann alltaf til. Litla stelpan vildi hjálpa honum. Hún sagði við konu Naamans: ‚Ég veit hver getur læknað manninn þinn. Í Ísrael er spámaður Jehóva sem heitir Elísa. Hann getur læknað manninn þinn.‘

Konan hans Naamans sagði honum hvað litla stelpan hafði sagt. Hann vildi reyna hvað sem var, svo að hann fór heim til Elísa í Ísrael. Naaman hélt að Elísa myndi taka á móti honum eins og mikilvægum manni. En Elísa fór ekki á móti honum sjálfur heldur sendi þjón sinn til að segja honum hvað hann ætti að gera. Hann sagði: ‚Farðu og baðaðu þig sjö sinnum í Jórdanánni. Þá læknastu.‘

Naaman var mjög svekktur. Hann sagði: ‚Ég hélt að þessi spámaður myndi lækna mig með því að kalla á Guð sinn og veifa höndunum yfir mér. En hann sagði mér bara að baða mig í þessari á í Ísrael. Við eigum miklu betri ár í Sýrlandi. Af hverju get ég ekki bara farið þangað?‘ Naaman varð reiður og fór í burtu.

Naaman baðar sig í Jórdanánni og læknast.

Þjónar Naamans hjálpuðu honum að hugsa skýrt. Þeir sögðu við hann: ‚Myndirðu ekki gera hvað sem er til að fá lækningu? Það sem þessi spámaður er að segja þér að gera er svo einfalt. Af hverju gerirðu það ekki bara?‘ Naaman hlustaði á þá. Hann fór og dýfði sér sjö sinnum í Jórdanána. Þegar hann kom upp úr vatninu í sjöunda skiptið var hann alveg læknaður. Hann var mjög þakklátur og fór til baka til að þakka Elísa fyrir. Naaman sagði: ‚Núna veit ég að Jehóva er hinn sanni Guð.‘ Hvernig heldurðu að litlu ísraelsku stelpunni hafi liðið þegar hún sá að Naaman var læknaður þegar hann kom heim?

„Af munni barna og ungbarna kallarðu fram lof.“ – Matteus 21:16.

Spurningar: Heldurðu að það hafi verið auðvelt fyrir litlu ísraelsku stelpuna að tala við konu Naamans? Hvað heldurðu að hafi hjálpað henni að vera svona hugrökk?

2. Konungabók 5:1–19; Lúkas 4:27

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila