Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 100 bls. 232-bls. 233 gr. 2
  • Páll og Tímóteus

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Páll og Tímóteus
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Tímóteus langaði til að hjálpa fólki
    Kenndu börnunum
  • „Elskað og trútt barn mitt í samfélagi við Drottin“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
  • Tímóteus – nýr aðstoðarmaður Páls
    Biblíusögubókin mín
  • Unglingar — setjið ykkur markmið Guði til heiðurs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 100 bls. 232-bls. 233 gr. 2
Páll, Sílas og Tímóteus.

SAGA 100

Páll og Tímóteus

Evnike, Lóis og Tímóteus þegar hann var lítill.

Tímóteus var ungur bróðir í söfnuðinum í Lýstru. Pabbi hans var grískur og mamma hans var Gyðingur. Evnike mamma Tímóteusar og Lóis amma hans sögðu honum frá Jehóva frá því að hann var lítill.

Þegar Páll kom til Lýstru í annarri boðunarferðinni sinni tók hann eftir að Tímóteus elskaði trúsystkinin og hafði mikinn áhuga á að hjálpa þeim. Páll bauð Tímóteusi að koma með sér í ferðina. Smátt og smátt þjálfaði Páll Tímóteus í að vera góður í að boða og kenna fagnaðarboðskapinn.

Heilagur andi leiddi Pál og Tímóteus hvert sem þeir fóru. Eina nóttina sá Páll sýn þar sem maður sagði honum að koma til Makedóníu og hjálpa þeim. Páll, Tímóteus, Sílas og Lúkas fóru þá þangað til að boða trúna og gera söfnuði.

Í borginni Þessaloníku í Makedóníu urðu margir karlar og konur kristin. En sumir Gyðingarnir voru öfundsjúkir út í Pál og vini hans. Þeir söfnuðu saman liði og drógu bræðurna til þeirra sem stjórnuðu í borginni og hrópuðu: ‚Þessir menn eru óvinir rómverska keisarans!‘ Páll og Tímóteus voru í lífshættu svo að þeir flúðu til Beroju um nóttina.

Fólkið í Beroju hafði mikinn áhuga á að læra um fagnaðarboðskapinn og bæði Grikkir og Gyðingar fóru að trúa. En Gyðingar frá Þessaloníku komu og æstu upp fólkið. Þá fór Páll til Aþenu. Tímóteus og Sílas voru áfram í Beroju til að styrkja söfnuðinn. Seinna sendi Páll Tímóteus aftur til Þessaloníku til að hjálpa söfnuðinum af því að þar voru svo miklar ofsóknir. Eftir það sendi Páll Tímóteus til margra annarra safnaða til að hvetja þá.

Páll postuli lætur skrifa fyrir sig bréf til Tímóteusar á meðan hann er í stofufangelsi og hlekkjaður við vörð.

Páll sagði Tímóteusi: ‚Þeir sem vilja þjóna Jehóva verða ofsóttir.‘ Tímóteus var ofsóttur og settur í fangelsi fyrir trú sína. Hann var ánægður að fá tækifæri til að sanna að hann elskaði Jehóva.

Páll sagði við söfnuðinn í Filippí: ‚Ég sendi Tímóteus til ykkar. Hann ætlar að kenna ykkur hvað það þýðir að ganga í sannleikanum og hann mun þjálfa ykkur í boðuninni.‘ Páll vissi að hann gæti treyst á Tímóteus. Þeir voru góðir vinir og unnu saman í mörg ár.

„Ég hef engan honum líkan, engan sem mun láta sér eins einlæglega annt um velferð ykkar. Allir aðrir hugsa um sinn eigin hag en ekki um það sem Jesús Kristur vill.“ – Filippíbréfið 2:20, 21.

Spurningar: Hver var Tímóteus? Af hverju voru Páll og Tímóteus svona góðir vinir?

Postulasagan 16:1–12; 17:1–15; Filippíbréfið 2:19–22; 2. Tímóteusarbréf 1:1–5; 3:12, 14, 15; Hebreabréfið 13:23

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila