Inngangur að 9. hluta
Í þessum hluta lærum við um ungt fólk, spámenn og konunga sem sýndu einstaka trú á Jehóva. Lítil ísraelsk stelpa í Sýrlandi treysti því að spámaður Jehóva myndi lækna Naaman. Elísa spámaður treysti því fullkomlega að Jehóva myndi vernda hann fyrir óvinaher. Jójada æðstiprestur hætti lífi sínu til að vernda Jóas litla frá Atalíu, vondu ömmu hans. Hiskía konungur treysti því að Jehóva myndi bjarga Jerúsalem og lét ekki hótanir Assýringa hræða sig. Jósía konungur útrýmdi skurðgoðadýrkun úr landinu, endurreisti musterið og leiddi þjóðina aftur til sannrar tilbeiðslu.