Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • brwp090401 bls. 24-25
  • Jóas yfirgaf Jehóva út af slæmum félagsskap

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jóas yfirgaf Jehóva út af slæmum félagsskap
  • Varðturninn: Er Jesús guð?
  • Svipað efni
  • Hvers vegna ættum við að óttast Jehóva?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Jójada var hugrakkur
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Þið unga fólk – hvernig verður líf ykkar?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Jehóva launar hugrekki
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2023
Sjá meira
Varðturninn: Er Jesús guð?
brwp090401 bls. 24-25

KENNDU BÖRNUNUM

Jóas yfirgaf Jehóva út af slæmum félagsskap

ÞETTA var hræðilegur tími í Jerúsalem, borginni þar sem musteri Guðs stóð. Ahasía konungur hafði nýlega verið drepinn. Það er varla hægt að ímynda sér hvað Atalía mamma hans gerði í framhaldinu. Hún lét myrða syni Ahasía – sín eigin barnabörn! Veistu af hverju? –a Til að hún gæti komist til valda í staðinn fyrir þá.

En einum af sonarsonum hennar var bjargað. Hann hét Jóas og var bara kornabarn. Amma hans fékk ekki að vita af því. Viltu vita hvernig það gerðist? – Strákurinn átti frænku sem hét Jóseba og hún faldi hann í musteri Guðs. Maðurinn hennar, Jójada, var æðstiprestur og þess vegna gat hún falið hann þar. Saman sáu þau til þess að ekkert kæmi fyrir Jóas.

Þau hjónin földu Jóas í musterinu í sex ár og þar fékk hann að læra um Jehóva Guð og lög hans. Þegar Jóas varð sjö ára gerði Jójada ráðstafanir til að gera hann að konungi. Viltu vita hvernig Jójada fór að því og hvað kom fyrir Atalíu, vondu drottninguna sem var amma Jóasar? –

Í leyni kallaði Jójada til sín sérstaka lífverði sem konungar í Jerúsalem voru með á þeim tíma. Hann sagði þeim hvernig hann og konan hans hefðu bjargað litla stráknum hans Ahasía konungs. Síðan sýndi hann lífvörðunum Jóas og þeir áttuðu sig á að hann átti að ríkja í landinu. Þá ákváðu þeir hvernig þeir ætluðu að fara að.

Jójada kom út með Jóas og krýndi hann konung. Þá fóru allir að ‚klappa saman lófunum og hrópa: „Lengi lifi konungurinn!“‘ Lífverðirnir slógu hring um Jóas til að vernda hann. Þegar Atalía heyrði fagnaðarlætin hljóp hún út og mótmælti. En þá skipaði Jójada lífvörðunum að taka hana af lífi. – 2. Konungabók 11:1–16.

Heldurðu að Jóas hafi alltaf hlýtt Jójada og gert það sem var rétt? – Hann gerði það eins lengi og Jójada var á lífi. Hann fékk fólkið meira að segja til að gefa peninga til að gera við musteri Guðs þó að Ahasía pabbi hans og Jóram afi hans hefðu ekkert hugsað um það. En sjáum hvað gerðist þegar Jójada æðstiprestur dó. – 2. Konungabók 12:1–16.

[Mynd á bls. 25]

Jóasi var bjargað.

Um þetta leyti var Jóas um það bil fertugur. Hann hætti að umgangast þá sem þjónuðu Jehóva og eignaðist í staðinn vini sem tilbáðu falsguði. Sakaría sonur Jójada var prestur Jehóva á þeim tíma. Hvað heldurðu að Sakaría hafi gert þegar hann frétti af öllu því slæma sem Jóas var farinn að gera? –

Sakaría sagði við Jóas: „Jehóva mun yfirgefa ykkur þar sem þið hafið yfirgefið hann.“ Jóas varð svo reiður þegar hann heyrði þetta að hann skipaði að Sakaría skyldi grýttur til bana. Hugsaðu þér – Jóasi hafði verið bjargað svo að hann yrði ekki myrtur en nú lætur hann sjálfur myrða Sakaría! – 2. Kroníkubók 24:1–3, 15–22.

Áttarðu þig á hvað við getum lært af þessari frásögu? – Við viljum aldrei vera eins og Atalía sem var grimm og hataði fólk. Við ættum að elska alla í söfnuðinum og jafnvel óvini okkar, rétt eins og Jesús kenndi okkur. (Matteus 5:44; Jóhannes 13:34, 35) Og munum líka að þó að við byrjum vel og gerum það sem er gott eins og Jóas verðum við að halda áfram að vera vinir þeirra sem elska Jehóva og hvetja okkur til að þjóna honum.

a Ef þú ert að lesa fyrir barn geturðu stoppað við þankastrikin og hvatt barnið til að tjá sig.

Spurningar:

  • Hvernig var Jóasi bjargað og hver vildi drepa hann?

  • Hvernig var Jóas krýndur konungur og hvað gott lét hann af sér leiða?

  • Hvers vegna breyttist Jóas í vondan mann og hvern myrti hann?

  • Hvað lærum við af þessari biblíusögu?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila