Ljóðaljóðin
7 „Fagrir eru fætur þínir í sandölunum,
þú göfuga dóttir!
Ávalar mjaðmir þínar eru eins og skartgripir,
handaverk listasmiðs.
2 Nafli þinn er kringlótt skál,
aldrei skal þar skorta kryddað vín.
Kviður þinn er hveitibingur
umkringdur liljum.
3 Brjóst þín eru eins og tveir gasellukálfar,
eins og gasellutvíburar.+
Nefið er eins og Líbanonsturninn
sem snýr í átt að Damaskus.
Konungurinn er gagntekinn* af lokkaflóðinu.
6 Falleg ertu og yndisleg,
elsku stúlka, þú gleður mig framar öllu öðru!
7 Vöxtur þinn er eins og pálmatré
og brjóstin eins og döðluklasar.+
8 Ég sagði: ‚Ég skal klifra upp í pálmatréð
og tína ávextina.‘
Brjóst þín séu sem vínberjaklasar,
andardráttur þinn eins og eplailmur
9 og munnurinn* eins og úrvalsvín.“
„Ástin mín njóti vínsins
sem rennur ljúflega um varir þeirra sem sofa.
10 Ég tilheyri mínum elskaða+
og hann þráir mig.
12 Förum snemma af stað til víngarðanna
til að sjá hvort vínviðurinn brumar,
hvort blómin eru sprungin út+
og granateplatrén standa í blóma.+
Þar mun ég tjá þér ást mína.+
Bæði nýtínda ávexti og geymda
hef ég varðveitt handa þér, ástin mín.