Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Velkomin.
Hér er hægt að leita í ritum sem Vottar Jehóva hafa gefið út á fjölda tungumála.
Til að hlaða niður ritum geturðu farið inn á jw.org.
Tilkynning
Nýtt tungumál í boði: Mbum
  • Í dag

Mánudagur 28. júlí

„Sá sem er sameinaður ykkur er meiri en sá sem er sameinaður heiminum.“ – 1. Jóh. 4:4.

Þegar þú verður óttasleginn skaltu hugleiða það sem Jehóva mun gera í framtíðinni þegar Satan er horfinn. Á umdæmismótinu 2014 var sýnidæmi þar sem faðir ræddi við fjölskylduna sína um það hvernig 2. Tímóteusarbréf 3:1–5 gæti verið orðað ef það lýsti því hvernig ástandið verður í paradís: „Í nýja heiminum verða miklir gleðitímar. Menn verða kærleiksríkir og elska sannleikann. Þeir verða hógværir, auðmjúkir, tilbiðjendur Guðs, hlýðnir foreldrum sínum, þakklátir, trúir og elska fjölskyldur sínar innilega. Þeir verða sáttfúsir, tala alltaf vel um aðra, hafa sjálfstjórn, elska hið góða, verða mildir og traustir, sveigjanlegir og lítillátir, elska Guð meira en nautnir og láta trúna hafa áhrif á líf sitt. Haltu þig nálægt slíku fólki.“ Spjallar þú við fjölskylduna og trúsystkini þín um hvernig lífið verður í nýja heiminum? w24.01 6 gr. 13, 14

Rannsökum Ritningarnar daglega – 2025

Þriðjudagur 29. júlí

„Ég hef velþóknun á þér.“ – Lúk. 3:22.

Það er hughreystandi til þess að vita að Jehóva hefur velþóknun á fólki sínu sem hópi. Biblían segir: „Jehóva hefur yndi af fólki sínu.“ (Sálm. 149:4) En sumir efast stundum um að Jehóva hafi velþóknun á þeim sem einstaklingum. Margir af þjónum Jehóva sem minnst er á í Biblíunni glímdu við slíkar tilfinningar. (1. Sam. 1:6–10; Job. 29:2, 4; Sálm. 51:11) Biblían sýnir skýrt að ófullkomnir menn geti öðlast velþóknun Jehóva. Hvernig? Með því að trúa á Jesú og láta skírast. (Jóh. 3:16) Þannig sýnum við opinberlega að við höfum iðrast synda okkar og lofað Guði að gera vilja hans. (Post. 2:38; 3:19) Jehóva gleðst þegar við stígum þessi skref til að eignast nána vináttu við hann. Hann hefur velþóknun á okkur og lítur á okkur sem nána vini sína svo framarlega sem við gerum okkar besta til að lifa í samræmi við vígsluheit okkar. – Sálm. 25:14 w24.03 26 gr. 1, 2

Rannsökum Ritningarnar daglega – 2025

Miðvikudagur 30. júlí

„Við getum ekki hætt að tala um það sem við höfum séð og heyrt.“ – Post. 4:20.

Við getum gert eins og lærisveinarnir með því að halda áfram að boða trúna, jafnvel þegar veraldleg yfirvöld krefjast þess að við hættum að gera það. Við getum verið sannfærð um að Jehóva hjálpi okkur í þjónustu okkar. Biðjum því um hugrekki og visku og hjálp Jehóva til að takast á við vandamál. Mörg okkar glíma við veikindi eða tilfinningalega erfiðleika, ástvinamissi, erfiðar fjölskylduaðstæður, ofsóknir eða önnur vandamál. Og aðstæður eins og faraldrar og stríð hafa gert mörg af þessum vandamálum jafnvel enn meira íþyngjandi. Úthelltu hjarta þínu fyrir Jehóva. Segðu honum hverjar aðstæður þínar eru eins og þú myndir segja nánum vini frá þeim. Treystu því að Jehóva ‚muni hjálpa þér‘. (Sálm. 37:3, 5) Að halda áfram að biðja gerir okkur kleift að ‚vera þolgóð í erfiðleikum‘. (Rómv. 12:12) Jehóva veit hvað tilbiðjendur hans eru að ganga í gegnum – „hann heyrir þá hrópa á hjálp“. – Sálm. 145:18, 19. w23.05 5–6 gr. 12–15

Rannsökum Ritningarnar daglega – 2025
Velkomin.
Hér er hægt að leita í ritum sem Vottar Jehóva hafa gefið út á fjölda tungumála.
Til að hlaða niður ritum geturðu farið inn á jw.org.
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila