-
2. Mósebók 25:10–15Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
10 Þeir eiga að gera örk* úr akasíuviði. Hún á að vera tvær og hálf alin* á lengd, ein og hálf alin á breidd og ein og hálf alin á hæð.+ 11 Leggðu hana síðan hreinu gulli+ bæði að utan og innan og gerðu kant* úr gulli hringinn í kring.+ 12 Steyptu fjóra hringi úr gulli og festu þá fyrir ofan fætur hennar fjóra, tvo á aðra hliðina og tvo á hina. 13 Og gerðu stangir úr akasíuviði og leggðu þær gulli.+ 14 Renndu stöngunum gegnum hringina báðum megin á örkinni svo að hægt sé að bera hana. 15 Stangirnar eiga að vera í hringjunum á örkinni. Það má ekki fjarlægja þær.+
-