-
3. Mósebók 23:27–31Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
27 „En tíundi dagur þessa sjöunda mánaðar er friðþægingardagur.+ Þá skuluð þið halda heilaga samkomu, og þið skuluð sýna að þið harmið syndir ykkar*+ og færa Jehóva eldfórn. 28 Þið megið ekkert vinna þennan dag því að hann er friðþægingardagur til að friðþægja+ fyrir ykkur frammi fyrir Jehóva Guði ykkar. 29 Sá sem sýnir ekki að hann harmar syndir sínar* á þeim degi skal upprættur úr þjóð sinni.*+ 30 Og ég uppræti úr þjóðinni hvern þann sem vinnur nokkuð á þessum degi. 31 Þið megið ekkert vinna. Þetta er varanlegt ákvæði fyrir ykkur kynslóð eftir kynslóð hvar sem þið búið.
-