132 Jehóva, mundu eftir Davíð
og öllum þjáningum hans,+
2 hvernig hann sór Jehóva eið
og hét Hinum volduga Jakobs:+
3 „Ég fer ekki inn í tjald mitt, í hús mitt,+
ég leggst ekki til hvíldar, í rúm mitt,
4 ég unni ekki augum mínum svefns
né augnlokum mínum að blunda
5 fyrr en ég finn stað handa Jehóva,
fagran bústað handa Hinum volduga Jakobs.“+