-
5. Mósebók 1:34–38Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
34 Jehóva heyrði allan tímann hvað þið sögðuð og hann reiddist og sór hátíðlega:+ 35 ‚Enginn maður af þessari illu kynslóð fær að sjá landið góða sem ég sór að gefa feðrum ykkar+ 36 nema Kaleb Jefúnneson. Hann fær að sjá það og ég gef honum og sonum hans landið þar sem hann gekk vegna þess að hann hefur fylgt Jehóva af heilum hug.*+ 37 (Jehóva reiddist mér jafnvel vegna ykkar og sagði: „Þú færð ekki heldur að fara þangað.+ 38 Jósúa Núnsson þjónn þinn*+ fær að ganga inn í landið.+ Stappaðu í hann stálinu*+ því að hann mun fara fyrir Ísraelsmönnum þegar þeir taka landið.“)
-