4 Nú hefur Jehóva Guð ykkar veitt bræðrum ykkar frið og ró eins og hann lofaði þeim.+ Þið megið nú snúa aftur til tjalda ykkar í landinu sem Móse þjónn Jehóva gaf ykkur til eignar hinum megin* Jórdanar.+
9 Rúbenítar, Gaðítar og hálf ættkvísl Manasse skildu síðan við hina Ísraelsmennina í Síló í Kanaanslandi og sneru heim til Gíleaðlands,+ landsins sem þeir höfðu fengið til eignar og sest að í, rétt eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.+