Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 2. Mósebók 23:31–33
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 31 Ég læt landamæri ykkar liggja frá Rauðahafi til Filisteahafs og frá óbyggðunum að Fljótinu*+ því að ég gef íbúa landsins ykkur á vald og þið munuð reka þá burt.+ 32 Þú skalt ekki gera sáttmála við þá eða guði þeirra.+ 33 Þeir mega ekki búa í landi þínu svo að þeir fái þig ekki til að syndga gegn mér. Ef þú þjónaðir guðum þeirra gengirðu í gildru.“+

  • 5. Mósebók 7:3, 4
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 3 Þú mátt ekki stofna til nokkurra hjúskapartengsla* við þær. Gefðu ekki sonum þeirra dætur þínar og taktu ekki dætur þeirra handa sonum þínum.+ 4 Það myndi snúa sonum ykkar og dætrum frá mér og verða til þess að þau þjónuðu öðrum guðum.+ Þá myndi reiði Jehóva blossa upp gegn ykkur og hann myndi útrýma ykkur snarlega.+

  • Jósúabók 23:12, 13
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 12 En ef þið yfirgefið hann og snúið ykkur að þeim sem eftir eru af þjóðunum í landinu,+ stofnið til hjúskapartengsla*+ við þá og umgangist þá 13 skuluð þið vita að Jehóva Guð ykkar heldur ekki áfram að hrekja þessar þjóðir burt.+ Þær verða ykkur gildra og snara, svipa á baki ykkar+ og þyrnir í augum ykkar þar til ykkur hefur verið útrýmt úr þessu góða landi sem Jehóva Guð ykkar hefur gefið ykkur.

  • Dómarabókin 2:2, 3
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 2 Þið megið hins vegar ekki gera sáttmála við íbúa þessa lands+ heldur skuluð þið rífa niður ölturu þeirra.‘+ En þið hafið ekki hlýtt mér.+ Af hverju hafið þið ekki gert það? 3 Þess vegna sagði ég líka: ‚Ég hrek þá ekki burt undan ykkur.+ Þeir verða ykkur að tálsnöru+ og guðir þeirra munu tæla ykkur burt frá mér.‘“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila