5 Þú verður barnshafandi og eignast son, og rakhnífur má aldrei snerta höfuð hans+ því að drengurinn verður nasírei Guðs frá fæðingu.* Hann mun frelsa Ísrael úr höndum Filistea.“+
17 Að lokum opnaði hann sig fyrir henni og sagði: „Rakhnífur hefur aldrei snert höfuð mitt því að ég er nasírei Guðs frá fæðingu.*+ Ef hárið er rakað af mér missi ég kraftinn. Ég verð máttlítill og verð eins og allir aðrir menn.“
11 Hún vann svohljóðandi heit: „Jehóva hersveitanna, ef þú lítur á eymd ambáttar þinnar og gleymir mér ekki heldur minnist mín og gefur ambátt þinni son+ þá skal ég gefa hann þér, Jehóva, alla ævi hans og rakhnífur skal ekki snerta höfuð hans.“+