Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Mósebók 41:51, 52
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 51 Hann nefndi frumburð sinn Manasse*+ því að „Guð hefur,“ sagði hann, „látið mig gleyma öllum erfiðleikum mínum og öllu húsi föður míns.“ 52 En hinn soninn nefndi hann Efraím*+ því að „Guð hefur,“ sagði hann, „gert mig frjósaman í landi eymdar minnar.“+

  • 1. Mósebók 46:20
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 20 Í Egyptalandi fæddust Jósef synirnir Manasse+ og Efraím+ sem Asenat,+ dóttir Pótífera, prests í Ón,* ól honum.

  • 1. Mósebók 48:17–19
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 17 Jósef sá að faðir hans lagði hægri höndina á höfuð Efraíms. Hann var mjög óhress með það og greip í hönd föður síns og reyndi að færa hana af höfði Efraíms yfir á höfuð Manasse. 18 „Ekki svona, faðir minn,“ sagði hann. „Þessi hérna er frumburðurinn.+ Leggðu hægri höndina á höfuð hans.“ 19 En faðir hans lét ekki segjast. „Ég veit, sonur minn, ég veit,“ sagði hann. „Hann mun líka verða að þjóð og hann verður líka mikill. En yngri bróðir hans verður honum meiri+ og afkomendur hans svo margir að þeir gætu myndað heilu þjóðirnar.“+

  • 4. Mósebók 2:18, 19
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 18 Þriggja ættkvísla deild Efraíms á að tjalda vestan megin, hver fylking fyrir sig.* Höfðingi sona Efraíms er Elísama+ Ammíhúdsson. 19 Í herdeild hans eru skráðir 40.500 menn.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila