21 Jehóva Guð Ísraels gaf þá Síhon og alla menn hans í hendur Ísraelsmanna. Ísraelsmenn sigruðu þá og tóku til eignar allt landið þar sem Amorítarnir bjuggu.+ 22 Þannig tóku þeir til eignar allt landsvæði Amoríta frá Arnon að Jabbok og frá óbyggðunum að Jórdan.+