-
1. Mósebók 38:7–10Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
7 En Er frumburður Júda gerði það sem var illt í augum Jehóva svo að Jehóva lét hann deyja. 8 Júda sagði þá við Ónan: „Gifstu konu bróður þíns og gegndu mágskyldunni* við hana. Leggstu með henni til að bróðir þinn eignist afkomendur.“+ 9 En Ónan vissi að afkomendurnir yrðu ekki álitnir hans.+ Í hvert skipti sem hann hafði mök við konu bróður síns lét hann sæðið fara til spillis á jörðina til að komast hjá því að afla bróður sínum afkomenda.+ 10 Það sem hann gerði var rangt í augum Jehóva og hann lét hann því einnig deyja.+
-