-
4. Mósebók 32:1–5Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
32 Rúbenítar+ og Gaðítar+ áttu mjög mikið búfé og þeir sáu að land Jasers+ og Gíleaðs var gott búfjárland. 2 Gaðítar og Rúbenítar komu þá að máli við Móse, Eleasar prest og höfðingja fólksins og sögðu: 3 „Atarót, Díbon, Jaser, Nimra, Hesbon,+ Eleale, Sebam, Nebó+ og Beón,+ 4 landið sem Jehóva vann frammi fyrir söfnuði Ísraels,+ er gott búfjárland og þjónar þínir eiga mikið búfé.“+ 5 Þeir héldu áfram: „Ef þú hefur velþóknun á okkur gefðu þá þjónum þínum þetta land til eignar. Neyddu okkur ekki til að fara yfir Jórdan.“
-