-
1. Samúelsbók 18:6–8Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
6 Þegar Davíð og hinir hermennirnir sneru heim eftir að hafa fellt Filisteana komu konur út úr öllum borgum Ísraels á móti Sál konungi með söng+ og dansi og mikilli gleði. Þær léku á tambúrínur+ og lútur.* 7 Konurnar fögnuðu og sungu:
„Sál hefur fellt sínar þúsundir
og Davíð sínar tugþúsundir.“+
8 Sál var meinilla við þennan söng. Hann varð mjög reiður+ og sagði: „Þær eigna Davíð heiðurinn af tugþúsundum en mér aðeins af þúsundum. Nú vantar hann bara konungdóminn!“+
-
-
1. Samúelsbók 29:4, 5Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
4 En höfðingjar Filistea reiddust honum og sögðu við hann: „Sendu manninn aftur heim,+ til staðarins sem þú úthlutaðir honum. Hann má ekki fara með okkur í stríðið því að hann gæti snúist gegn okkur í bardaganum.+ Er til nokkur betri leið fyrir hann til að koma sér í mjúkinn hjá herra sínum en að færa honum höfuð hermanna okkar? 5 Er þetta ekki Davíð sem sungið var um undir dansi:
‚Sál hefur fellt sínar þúsundir
og Davíð sínar tugþúsundir‘?“+
-