21 Jehóva lætur sjúkdóma loða við þig þar til hann hefur útrýmt þér úr landinu sem þú munt taka til eignar.+ 22 Jehóva slær þig með berklum, sótthita,+ bólgum, brennandi hita, sverði,+ sviðnum gróðri og mjölsvepp+ og það mun ásækja þig þar til þú verður að engu.