-
1. Konungabók 22:31Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
31 Sýrlandskonungur hafði gefið vagnliðsforingjum sínum 32+ þessi fyrirmæli: „Berjist ekki við neinn, hvorki háan né lágan, nema konung Ísraels.“
-
-
1. Konungabók 22:35Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
35 Bardaginn geisaði allan daginn og konungur þurfti hjálp til að standa uppréttur í vagninum andspænis Sýrlendingum. Blóðið úr sárinu rann niður í vagninn og hann dó um kvöldið.+
-
-
2. Kroníkubók 18:33Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
33 Maður nokkur skaut handahófskennt af boga sínum og hæfði Ísraelskonung gegnum samskeyti á brynju hans. Konungur sagði þá við vagnstjóra sinn: „Snúðu við og komdu mér úr bardaganum því að ég er illa særður.“+
-