-
2. Kroníkubók 25:1–4Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
25 Amasía var 25 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 29 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Jóaddan og var frá Jerúsalem.+ 2 Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva, þó ekki af heilu hjarta. 3 Þegar hann var orðinn fastur í sessi drap hann þjóna sína sem höfðu drepið föður hans, konunginn.+ 4 En hann drap ekki syni þeirra því að hann fylgdi fyrirmælum Jehóva sem skráð eru í lögunum, í bók Móse: „Feður skulu ekki deyja fyrir syndir sona sinna né synir fyrir syndir feðra sinna heldur skal hver og einn deyja fyrir eigin synd.“+
-