-
2. Kroníkubók 25:20–24Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
20 En Amasía hlustaði ekki+ enda var það vilji hins sanna Guðs að þeir féllu í hendur óvinarins+ af því að þeir höfðu snúið sér til guða Edóms.+ 21 Þá lagði Jóas Ísraelskonungur af stað og bardagi braust út milli hans og Amasía Júdakonungs við Bet Semes+ sem tilheyrir Júda. 22 Júda beið ósigur fyrir Ísrael og hver og einn flúði heim til sín.* 23 Jóas Ísraelskonungur tók Amasía Júdakonung, son Jóasar Jóahassonar,* til fanga við Bet Semes. Hann flutti hann til Jerúsalem og reif niður 400 álnir* af borgarmúrum Jerúsalem, frá Efraímshliðinu+ að Hornhliðinu.+ 24 Hann tók allt gull og silfur og alla gripina sem voru í húsi hins sanna Guðs hjá* Óbeð Edóm og í fjárhirslum konungshallarinnar.+ Hann tók einnig gísla og sneri síðan aftur til Samaríu.
-