Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 2. Kroníkubók 26:16–21
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 16 En þegar hann var orðinn voldugur hrokaðist hann upp og það varð honum að falli. Hann syndgaði gegn Jehóva Guði sínum með því að ganga inn í musteri Jehóva til þess að brenna reykelsi á reykelsisaltarinu.+ 17 Asarja prestur fór rakleiðis á eftir honum ásamt 80 öðrum hugrökkum prestum Jehóva. 18 Þeir gengu upp að Ússía konungi og sögðu: „Ússía, þú hefur engan rétt til að brenna reykelsi handa Jehóva!+ Prestarnir eru þeir einu sem mega brenna reykelsi. Þeir eru afkomendur Arons+ og hafa verið helgaðir. Farðu út úr helgidóminum því að þú hefur syndgað. Jehóva Guð veitir þér enga upphefð fyrir þetta.“

      19 Þá reiddist+ Ússía en hann hélt á reykelsiskeri í hendinni til að brenna reykelsi. Þegar hann reiddist prestunum braust holdsveiki+ út á enni hans frammi fyrir prestunum, við reykelsisaltarið í húsi Jehóva. 20 Þegar Asarja yfirprestur og allir hinir prestarnir litu á hann sáu þeir holdsveikina á enninu. Þeir ráku hann út þaðan og sjálfur flýtti hann sér út því að Jehóva hafði refsað honum.

      21 Ússía konungur var holdsveikur til dauðadags. Hann bjó í húsi út af fyrir sig þar sem hann var holdsveikur+ og var þess vegna meinaður aðgangur að húsi Jehóva. Jótam sonur hans sá um konungshöllina og dæmdi í málum fólksins í landinu.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila