-
4. Mósebók 11:31–34Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
31 Jehóva lét nú vind blása af hafi og bera með sér kornhænsn sem féllu til jarðar í kringum búðirnar,+ um dagleið í allar áttir. Þau mynduðu lag á jörðinni sem var um tvær álnir* á dýpt. 32 Fólk var á fótum allan þann dag, alla nóttina og allan næsta dag til að safna kornhænsnum. Enginn safnaði minna en tíu kómerum* og fólk breiddi úr fuglunum um allar búðirnar og í kringum þær.* 33 En meðan menn voru enn með kjötið á milli tannanna, áður en þeir náðu að tyggja það, blossaði reiði Jehóva upp gegn þeim og Jehóva banaði miklum fjölda.+
34 Staðurinn var því nefndur Kibrót Hattava*+ af því að þar voru þeir grafnir sem höfðu fyllst græðgi.+
-