Sálmur 77:20 Biblían – Nýheimsþýðingin 20 Þú leiddir fólk þitt eins og hjörð+sem Móse og Aron gættu.*+ Jesaja 40:11 Biblían – Nýheimsþýðingin 11 Eins og hirðir annast hann hjörð sína.+ Hann smalar lömbunum saman með hendinniog ber þau í fangi sínu. Blíðlega leiðir hann ærnar sem eru með lömb á spena.+ Jeremía 31:10 Biblían – Nýheimsþýðingin 10 Heyrið orð Jehóva, þið þjóðir,boðið það á fjarlægum eyjum+ og segið: „Sá sem tvístraði Ísrael safnar honum saman. Hann mun vaka yfir honum eins og hirðir yfir hjörð sinni.+ Esekíel 34:12 Biblían – Nýheimsþýðingin 12 Ég mun annast þá eins og hirðir sem hefur fundið dreifða sauði sína og nærir þá.+ Ég bjarga þeim frá öllum þeim stöðum sem þeir tvístruðust til á degi skýja og niðamyrkurs.+ 1. Pétursbréf 2:25 Biblían – Nýheimsþýðingin 25 Þið voruð eins og villuráfandi sauðir+ en nú hafið þið snúið aftur til hirðis+ og umsjónarmanns sálna* ykkar.
11 Eins og hirðir annast hann hjörð sína.+ Hann smalar lömbunum saman með hendinniog ber þau í fangi sínu. Blíðlega leiðir hann ærnar sem eru með lömb á spena.+
10 Heyrið orð Jehóva, þið þjóðir,boðið það á fjarlægum eyjum+ og segið: „Sá sem tvístraði Ísrael safnar honum saman. Hann mun vaka yfir honum eins og hirðir yfir hjörð sinni.+
12 Ég mun annast þá eins og hirðir sem hefur fundið dreifða sauði sína og nærir þá.+ Ég bjarga þeim frá öllum þeim stöðum sem þeir tvístruðust til á degi skýja og niðamyrkurs.+
25 Þið voruð eins og villuráfandi sauðir+ en nú hafið þið snúið aftur til hirðis+ og umsjónarmanns sálna* ykkar.