8 „Þakkið Jehóva,+ ákallið nafn hans,
gerið afrek hans kunn meðal þjóðanna!+
9 Syngið fyrir hann, lofsyngið hann,+
hugleiðið öll máttarverk hans.+
10 Segið stolt frá heilögu nafni hans.+
Hjörtu þeirra sem leita Jehóva gleðjist.+
11 Leitið Jehóva+ og máttar hans,
leitið stöðugt áheyrnar hans.+
12 Munið eftir máttarverkunum sem hann vann,+
kraftaverkum hans og dómunum sem hann kvað upp,
13 þið afkomendur Ísraels þjóns hans,+
þið synir Jakobs, hans útvöldu.+