4 Þá sagði Jósef við bræður sína: „Komið hingað til mín.“ Og þeir færðu sig nær.
Hann hélt áfram: „Ég er Jósef bróðir ykkar sem þið selduð til Egyptalands.+ 5 En verið óhræddir. Ásakið ekki hver annan fyrir að hafa selt mig hingað. Það var Guð sem sendi mig á undan ykkur til að bjarga mannslífum.+