-
2. Mósebók 10:13–15Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
13 Móse rétti strax staf sinn út yfir Egyptaland og Jehóva lét austanvind blása yfir landið allan þann dag og alla nóttina. Með morgninum bar austanvindurinn með sér engispretturnar. 14 Þær dreifðust um allt Egyptaland og lögðust yfir allt landið.+ Þetta var skelfileg plága.+ Aldrei áður hafði komið þvílíkur aragrúi af engisprettum og það átti aldrei eftir að gerast aftur. 15 Þær þöktu allt landið og það varð dimmt vegna þeirra.* Þær átu allan gróður í landinu og allan ávöxt sem var eftir á trjánum eftir haglið. Ekkert grænt varð eftir á trjám eða plöntum neins staðar í Egyptalandi.
-