8 Jehóva segir:
„Á tíma velvildar bænheyrði ég þig+
og á degi frelsunar hjálpaði ég þér.+
Ég verndaði þig og gerði þig að sáttmála fyrir fólkið+
til að endurreisa landið
og færa mönnum aftur yfirgefin erfðalönd sín,+
9 til að segja við fangana: ‚Komið út!‘+
og við þá sem eru í myrkri:+ ‚Gangið fram!‘
Þeir verða á beit við vegina
og beitilönd þeirra verða meðfram öllum troðnum slóðum.