-
1. Pétursbréf 2:4–7Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
4 Menn höfnuðu honum,+ lifandi steini sem Guð útvaldi og er honum dýrmætur.+ Þegar þið komið til hans 5 verðið þið sjálf eins og lifandi steinar og gerð að andlegu húsi.+ Þið verðið heilög prestastétt sem færir andlegar fórnir,+ þóknanlegar Guði, fyrir milligöngu Jesú Krists.+ 6 Í Ritningunni segir: „Sjáið! Ég legg útvalinn stein í Síon, dýrmætan undirstöðuhornstein, og enginn sem trúir á hann verður nokkurn tíma fyrir vonbrigðum.“*+
7 Hann er sem sagt dýrmætur ykkur því að þið trúið, en þeim sem trúa ekki er „steinninn sem smiðirnir höfnuðu+ orðinn að aðalhornsteini“*+
-