-
Sálmur 30:5Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
Grátur brýst fram að kvöldi en gleðióp að morgni.+
-
-
Jesaja 61:1–3Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
61 Andi hins alvalda Drottins Jehóva er yfir mér+
því að Jehóva hefur smurt mig til að boða auðmjúkum fagnaðarboðskap.+
Hann sendi mig til að lækna þá sem hafa sundurmarið hjarta,
til að boða fjötruðum frelsi
og opna augu fanga,+
2 til að boða ár góðvildar Jehóva
og hefndardag Guðs okkar,+
til að hugga alla sem syrgja,+
3 til að annast þá sem syrgja Síon,
til að gefa þeim höfuðdjásn í stað ösku,
fagnaðarolíu í stað sorgar,
lofgjörðarbúning í stað örvæntingar.
-