-
2. Mósebók 7:20Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
20 Móse og Aron gerðu samstundis það sem Jehóva hafði sagt þeim. Aron lyfti stafnum og sló á vatnið í Níl fyrir augunum á faraó og þjónum hans, og allt vatnið í fljótinu breyttist í blóð.+
-
-
2. Mósebók 8:6Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
6 Aron rétti þá höndina út yfir vatn Egyptalands og froskarnir komu upp úr vatninu og þöktu landið.
-
-
2. Mósebók 8:17Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
17 Þeir gerðu þetta. Aron rétti út staf sinn, sló á jörðina og rykið varð að mýflugum sem lögðust á menn og skepnur. Allt ryk á jörðinni breyttist í mýflugur um allt Egyptaland.+
-
-
2. Mósebók 9:6Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
6 Daginn eftir gerði Jehóva eins og hann hafði sagt og alls konar búfé hjá Egyptum drapst,+ en engin skepna drapst hjá Ísraelsmönnum.
-
-
2. Mósebók 9:10Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
10 Þeir tóku þá ösku úr brennsluofni og gengu fyrir faraó. Móse kastaði henni upp í loftið og hún varð að graftarkýlum á mönnum og skepnum.
-
-
2. Mósebók 9:23Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
23 Móse lyfti þá staf sínum til himins og Jehóva lét koma þrumur og hagl og eldur* féll niður á jörðina. Jehóva lét haglið bylja á Egyptalandi.
-
-
2. Mósebók 10:12Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
12 Jehóva sagði nú við Móse: „Réttu út hönd þína yfir Egyptaland svo að engispretturnar komi yfir landið og éti allan gróður, allt sem haglið skildi eftir.“
-
-
2. Mósebók 10:21Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
21 Því næst sagði Jehóva við Móse: „Réttu út höndina til himins svo að myrkur verði í Egyptalandi, svo þétt að þreifa megi á því.“
-