15 Þjónn guðsmannsins fór á fætur snemma um morguninn. Þegar hann gekk út sá hann að her með hesta og stríðsvagna hafði umkringt borgina. „Æ, herra! Hvað eigum við að gera?“ sagði þjónninn við Elísa. 16 En hann svaraði: „Vertu ekki hræddur+ því að það eru fleiri með okkur en þeim.“+