-
2. Mósebók 20:8–10Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
8 Mundu eftir hvíldardeginum og haltu hann heilagan.+ 9 Þú átt að vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum+ 10 en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Jehóva Guði þínum. Þá máttu ekkert vinna, hvorki þú né sonur þinn eða dóttir, þræll þinn né ambátt eða skepnur þínar eða útlendingurinn sem býr í borgum þínum*+
-
-
3. Mósebók 23:24Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
24 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Fyrsta dag sjöunda mánaðarins skuluð þið hvílast og halda heilaga samkomu. Þetta er dagur sem skal minna á með lúðrablæstri.+
-
-
3. Mósebók 25:4Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
4 En sjöunda árið á landið að hvílast algerlega. Það er hvíldarár helgað Jehóva. Þá áttu hvorki að sá í akur þinn né skera til vínvið þinn.
-
-
3. Mósebók 25:11Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
11 Fimmtugasta árið verður ykkur fagnaðarár. Þið eigið hvorki að sá né skera upp korn sem vex sjálfsáið né tína vínberin af ósnyrtum vínviðnum+
-