2 Á síðustu dögum
mun fjallið sem hús Jehóva stendur á
verða óbifanlegt og gnæfa yfir hæstu fjallatinda.+
Það mun rísa yfir hæðirnar
og allar þjóðir streyma þangað.+
3 Margar þjóðir munu koma og segja:
„Komið, förum upp á fjall Jehóva,
til húss Guðs Jakobs.+
Hann mun fræða okkur um vegi sína
og við munum ganga á stígum hans,“+
því að lög koma frá Síon
og orð Jehóva frá Jerúsalem.+