-
Jeremía 43:10, 11Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
10 Segðu síðan við þá: ‚Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: „Ég sendi eftir Nebúkadnesari* Babýlonarkonungi, þjóni mínum,+ og set hásæti hans yfir þessa steina sem ég hef falið og hann mun breiða konunglegt tjald sitt yfir þá.+ 11 Hann kemur og ræðst á Egyptaland.+ Sá sem er ætlaður drepsótt ferst úr drepsótt, sá sem er ætlaður útlegð fer í útlegð og sá sem er ætlaður sverði fellur fyrir sverði.+
-
-
Jeremía 46:25, 26Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
25 Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: ‚Nú beini ég sjónum mínum að Amón+ frá Nó*+ og að faraó, að Egyptalandi, guðum þess+ og konungum – já, að faraó og öllum sem treysta á hann.‘+
26 ‚Ég gef þá í hendur þeirra sem vilja drepa þá, í hendur Nebúkadnesars* Babýlonarkonungs+ og þjóna hans. En eftir það verður aftur byggð í Egyptalandi eins og fyrr á tímum,‘ segir Jehóva.+
-