-
Markús 12:18–23Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
18 Nú komu saddúkear til hans en þeir segja að upprisa sé ekki til.+ Þeir spurðu hann:+ 19 „Kennari, Móse skrifaði að ef maður deyr og lætur eftir sig konu en engin börn skuli bróðir hans giftast henni til að hún ali fyrri eiginmanni sínum afkomendur.+ 20 Nú voru sjö bræður. Sá fyrsti gifti sig en dó barnlaus. 21 Annar bróðirinn giftist ekkjunni en dó líka barnlaus og sá þriðji sömuleiðis. 22 Allir sjö dóu barnlausir. Að síðustu dó svo konan. 23 Kona hvers verður hún í upprisunni? Allir sjö höfðu átt hana.“
-
-
Lúkas 20:27–33Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
27 Nokkrir saddúkear, þeir sem segja að upprisa sé ekki til,+ komu nú til hans og spurðu:+ 28 „Kennari, Móse skrifaði: ‚Ef maður deyr og lætur eftir sig konu en engin börn skal bróðir hans giftast henni til að hún ali fyrri eiginmanni sínum afkomendur.‘+ 29 Nú voru sjö bræður. Sá fyrsti gifti sig en dó barnlaus. 30 Annar bróðirinn 31 og síðan sá þriðji giftust konunni og eins allir sjö en dóu allir barnlausir. 32 Að lokum dó svo konan. 33 Kona hvers verður hún þá í upprisunni? Allir sjö höfðu átt hana.“
-