-
Matteus 22:15–22Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
15 Farísearnir fóru þá og tóku sig saman um að hanka hann á orðum hans.+ 16 Þeir sendu því lærisveina sína til hans ásamt fylgismönnum Heródesar+ og þeir sögðu: „Kennari, við vitum að þú ert sannsögull og kennir veg Guðs sannleikanum samkvæmt. Allir eru jafnir fyrir þér því að þú horfir ekki á útlit fólks. 17 Hvað telur þú? Er leyfilegt* að greiða keisaranum skatt* eða ekki?“ 18 En Jesús vissi hve illir þeir voru og sagði: „Hræsnarar, hvers vegna leggið þið gildru fyrir mig? 19 Sýnið mér peninginn sem er greiddur í skatt.“ Þeir færðu honum denar.* 20 Hann sagði við þá: „Mynd hvers og áletrun er þetta?“ 21 „Keisarans,“ svöruðu þeir. Þá sagði hann: „Gjaldið þá keisaranum það sem tilheyrir keisaranum en Guði það sem tilheyrir Guði.“+ 22 Þeir undruðust þegar þeir heyrðu þetta, yfirgáfu hann og gengu burt.
-
-
Lúkas 20:20–26Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
20 Eftir að hafa fylgst vandlega með honum sendu þeir til hans menn sem þeir höfðu ráðið með leynd. Þeir áttu að þykjast vera einlægir og reyna að hanka hann á orðum hans+ til að þeir gætu framselt hann yfirvöldum og á vald landstjórans. 21 Þeir spurðu hann: „Kennari, við vitum að þú talar og kennir það sem er rétt. Þú ert óhlutdrægur og kennir veg Guðs sannleikanum samkvæmt. 22 Höfum við leyfi til* að greiða keisaranum skatt eða ekki?“ 23 En hann sá í gegnum þá og sagði við þá: 24 „Sýnið mér denar.* Mynd hvers og áletrun er á honum?“ „Keisarans,“ svöruðu þeir. 25 Hann sagði við þá: „Gjaldið þá keisaranum það sem tilheyrir keisaranum+ en Guði það sem tilheyrir Guði.“+ 26 Þeim tókst ekki að fá hann til að tala af sér í áheyrn fólksins en undruðust svar hans og þögðu.
-