-
Matteus 26:42–46Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
42 Hann fór burt í annað sinn og bað: „Faðir minn, ef ekki verður hjá því komist að ég drekki þennan bikar, þá verði þinn vilji.“+ 43 Þegar hann kom til baka fann hann þá sofandi því að þeir gátu ekki haldið augunum opnum. 44 Hann fór nú aftur frá þeim og baðst fyrir í þriðja sinn með sömu orðum og áður. 45 Síðan sneri hann aftur til lærisveinanna og sagði við þá: „Þið sofið og hvílið ykkur á stund sem þessari. Mannssonurinn verður rétt bráðum svikinn í hendur syndara. 46 Standið upp, förum. Sá sem svíkur mig er að koma.“
-