-
Matteus 26:69–75Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
69 Pétur sat úti í húsagarðinum. Þá kom þjónustustúlka til hans og sagði: „Þú varst líka með Jesú frá Galíleu.“+ 70 En hann neitaði því frammi fyrir öllum og sagði: „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um.“ 71 Hann gekk að fordyrinu en þá tók önnur stúlka eftir honum og sagði við þá sem voru þar: „Þessi maður var með Jesú frá Nasaret.“+ 72 Hann neitaði því aftur og sór: „Ég þekki ekki manninn!“ 73 Skömmu seinna komu þeir sem stóðu þar nærri og sögðu við Pétur: „Víst ertu einn af þeim enda kemur mállýskan* upp um þig.“ 74 Þá formælti hann sjálfum sér* og sór: „Ég þekki ekki manninn!“ Um leið galaði hani. 75 Nú rifjaðist upp fyrir Pétri það sem Jesús hafði sagt: „Áður en hani galar muntu afneita mér þrisvar.“+ Og hann gekk út og grét beisklega.
-
-
Lúkas 22:55–62Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
55 Menn kveiktu eld í miðjum húsagarðinum og settust við hann og Pétur sat meðal þeirra.+ 56 Þjónustustúlka virti hann fyrir sér þar sem hann sat í bjarmanum af eldinum og sagði: „Þessi maður var líka með honum.“ 57 En hann neitaði því og sagði: „Kona, ég þekki hann ekki.“ 58 Stuttu síðar kom maður nokkur auga á hann og sagði: „Þú ert líka einn af þeim.“ En Pétur svaraði: „Nei, það er ég ekki.“+ 59 Eftir um það bil klukkustund sagði annar maður ákveðinn í bragði: „Víst var þessi maður með honum enda er hann Galíleumaður.“ 60 Pétur svaraði: „Ég skil ekki hvað þú ert að tala um.“ Áður en hann sleppti orðinu galaði hani. 61 Drottinn sneri sér þá við og horfði beint á Pétur, og Pétur minntist þess sem Drottinn hafði sagt við hann: „Áður en hani galar í dag muntu afneita mér þrisvar.“+ 62 Og hann gekk út og grét beisklega.
-