14 Hve miklu fremur hreinsar þá ekki blóð Krists+ samvisku okkar af dauðum verkum+ svo að við getum veitt hinum lifandi Guði heilaga þjónustu.+ En vegna handleiðslu hins eilífa anda færði Kristur Guði sjálfan sig að lýtalausri fórn.
18 Þið vitið að þið voruð ekki frelsuð* með forgengilegum hlutum,+ með silfri eða gulli, frá innantómu líferni sem þið tókuð í arf frá forfeðrum* ykkar, 19 heldur með dýrmætu blóði+ Krists sem er eins og blóð lýtalauss og óflekkaðs lambs.+
7 En ef við göngum í ljósinu eins og hann er sjálfur í ljósinu eigum við samneyti hvert við annað, og blóð Jesú sonar hans hreinsar okkur af allri synd.+