Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jeremía 19
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jeremía – yfirlit

      • Jeremía sagt að brjóta leirkrukku (1–15)

        • Baal færðar barnafórnir (5)

Jeremía 19:1

Millivísanir

  • +Jer 18:2

Jeremía 19:2

Millivísanir

  • +Jós 15:8, 12; 2Kr 28:1, 3; Jer 7:31

Jeremía 19:4

Millivísanir

  • +2Kon 22:16, 17; Jes 65:11
  • +2Kr 33:1, 4
  • +2Kon 21:16; Jes 59:7; Jer 2:34; Hlj 4:13; Mt 23:34, 35

Jeremía 19:5

Millivísanir

  • +2Kr 28:1, 3; 33:1, 6; Jes 57:5
  • +3Mó 18:21; Jer 7:31; 32:35

Jeremía 19:6

Millivísanir

  • +Jer 7:32

Jeremía 19:7

Millivísanir

  • +5Mó 28:25, 26; Sl 79:2; Jer 7:33; 16:4

Jeremía 19:8

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „blístra“.

Millivísanir

  • +1Kon 9:8; Jer 18:16; Hlj 2:15

Jeremía 19:9

Millivísanir

  • +3Mó 26:29; 5Mó 28:53; Hlj 2:20; 4:10; Esk 5:10

Jeremía 19:11

Millivísanir

  • +Jer 7:32

Jeremía 19:13

Millivísanir

  • +Sl 79:1
  • +Jer 8:1, 2; Sef 1:4, 5
  • +Jer 7:18; 32:29

Jeremía 19:15

Millivísanir

  • +Neh 9:17, 29; Sak 7:12

Almennt

Jer. 19:1Jer 18:2
Jer. 19:2Jós 15:8, 12; 2Kr 28:1, 3; Jer 7:31
Jer. 19:42Kon 22:16, 17; Jes 65:11
Jer. 19:42Kr 33:1, 4
Jer. 19:42Kon 21:16; Jes 59:7; Jer 2:34; Hlj 4:13; Mt 23:34, 35
Jer. 19:52Kr 28:1, 3; 33:1, 6; Jes 57:5
Jer. 19:53Mó 18:21; Jer 7:31; 32:35
Jer. 19:6Jer 7:32
Jer. 19:75Mó 28:25, 26; Sl 79:2; Jer 7:33; 16:4
Jer. 19:81Kon 9:8; Jer 18:16; Hlj 2:15
Jer. 19:93Mó 26:29; 5Mó 28:53; Hlj 2:20; 4:10; Esk 5:10
Jer. 19:11Jer 7:32
Jer. 19:13Sl 79:1
Jer. 19:13Jer 8:1, 2; Sef 1:4, 5
Jer. 19:13Jer 7:18; 32:29
Jer. 19:15Neh 9:17, 29; Sak 7:12
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jeremía 19:1–15

Jeremía

19 Jehóva sagði: „Farðu og kauptu leirkrukku hjá leirkerasmiði.+ Taktu með þér nokkra af öldungum þjóðarinnar og nokkra af forystumönnum prestanna 2 og farðu út í Hinnomssonardal.+ Taktu þér stöðu við Leirbrotahliðið. Þar skaltu flytja þau orð sem ég tala til þín 3 og segja: ‚Heyrið orð Jehóva, þið Júdakonungar og Jerúsalembúar. Þetta segir Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels:

„Ég ætla að leiða slíka ógæfu yfir þennan stað að það mun óma í eyrum allra sem heyra um það. 4 Þetta geri ég af því að þeir hafa yfirgefið mig+ og gert þennan stað óþekkjanlegan.+ Hér færa þeir öðrum guðum fórnir, guðum sem hvorki þeir, forfeður þeirra né Júdakonungar höfðu áður þekkt, og þeir hafa fyllt þennan stað af blóði saklausra.+ 5 Þeir reistu Baalsfórnarhæðir til að brenna syni sína í eldi sem brennifórn handa Baal.+ Ég hafði hvorki sagt þeim að gera það né minnst á það og slíkt hvarflaði aldrei að mér.“‘+

6 ‚„Þess vegna koma þeir dagar,“ segir Jehóva, „þegar þessi staður verður ekki lengur kallaður Tófet eða Hinnomssonardalur heldur Drápsdalur.+ 7 Ég geri áform Júdamanna og Jerúsalembúa að engu á þessum stað. Ég læt þá falla fyrir sverði óvina sinna og fyrir hendi þeirra sem vilja drepa þá. Ég gef fuglum himins og dýrum jarðar lík þeirra að æti.+ 8 Ég geri þessa borg að hryllilegum stað sem menn hæðast* að. Hver einasti sem fer hér um verður skelfingu lostinn og hæðist að henni vegna allra hörmunga hennar.+ 9 Ég læt menn borða hold sona sinna og dætra. Þeir munu fyllast örvæntingu og borða hold hver annars þegar óvinir þeirra og þeir sem vilja drepa þá sitja um borgina og þrengja að þeim.“‘+

10 Síðan skaltu brjóta krukkuna fyrir augum mannanna sem fara með þér 11 og segja við þá: ‚Jehóva hersveitanna segir: „Svona mun ég brjóta þessa þjóð og þessa borg, eins og þegar leirker er brotið svo að ekki sé hægt að gera við það. Hinir látnu verða jarðaðir í Tófet þar til ekkert pláss er eftir til að jarða þá.“‘+

12 ‚Þannig fer ég með þennan stað og íbúa hans,‘ segir Jehóva, ‚svo að þessi borg verði eins og Tófet. 13 Húsin í Jerúsalem og hús Júdakonunga verða óhrein eins og þessi staður, Tófet,+ já, öll húsin þar sem öllum her himinsins voru færðar fórnir á þökunum+ og þar sem öðrum guðum voru færðar drykkjarfórnir.‘“+

14 Þegar Jeremía kom aftur frá Tófet, þangað sem Jehóva hafði sent hann til að spá, tók hann sér stöðu í forgarði húss Jehóva og sagði við allt fólkið: 15 „Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: ‚Ég ætla að leiða yfir þessa borg og alla bæi hennar alla þá ógæfu sem ég hef boðað henni því að íbúarnir hafa þrjóskast við og neitað að hlýða orðum mínum.‘“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila